24.4.2021 | 21:04
"Litlu leigubílarnir" sem voru svo duglegir á sjöunda áratugnum.
Kröfur til sætafjölda í bílum af millistærð og "fullri stærð" allt fram á áttunda áratug síðustu aldar fólust meðal annars í því að þeir mættu bera sex manns, þar af þrjá í framsætisbekk.
Þetta olli því að bílar allt niður í Ford Consul og Zephyr og Fiat 1800 voru með heila sætisbekki frammi í. Höfuðástæðan fyrir því að þetta gekk upp var þó hvorki fótarými fyrir þann sem sat í miðjunni með fyrirferðarmikinn gírkassann fyrir framan sig og óþægilegt set, heldur var ekki komin bílbeltaskylda í löggjöfina.
Mercedes Benz 180, 190 og 220 og Simca Ariane, sem sjá mátti í leigubílaakstri og voru furðu duglegir og rúmgóðir fyrir fimm.
Dálítið merkilegt því að þótt þeir voru þetta breiðir að innan, voru þeir þó mjórri að utanmáli en smábílar á borð við Yaris eru á okkar tímum.
Af þessum bílum báru Mercedes Benz "ponton" 190 og Simca Ariane af hvað snert frábæra hönnun, sem skilaði því að rými og set fyrir fjóra á pari við það sem best gerist hjá mun stærri bílum í dag.
Inn í þetta umhverfi á Íslandi komu síðan tveir bílar úr spánnýrri átt 1965-66, Toyota Crown fólksbíllinn og Landcruiser jeppinn, fyrsti sex strokka jeppinn, sem hægt var að fá á gjafverði á Íslandi 1966 vegna þess hvað hjólhafið, vegalengdin milli fram-og afturöxuls, var stutt.
Eins og yfirleitt er um bíla úr nýrri átt, urðu japanskir bílar fyrir miklum fordómum sem einhvers konar "austrænt drasl" svipað og síðar varð um bíla frá Austur-Evrópu eftir að járntjaldið var löngu fallið en samt talað um "austantjaldsdrasl."
Toyota og aðrir japanskir framleiðendur áttu heldur betur eftir að afsanna hrakspár með því að slá í gegn á vestrænum mörkuðum allt frá Bandaríkjunum til Íslands og ryðja burtu gamalgrónum metsölubílum.
Toyota Crown var ekki aðeins afar sterkbyggður hjóðlátur og vandaður bíll, heldur hagkvæmur í rekstri og með mjúkri og góðari fjöðrun þótt afturöxullinn væri heil hásing.
Hann var svosem frekar gamaldags og til dæmis byggður á sérsaktri grind en ekki meðgin sjálfberandi byggingu eins og allir keppinautarnir.
En notagildið, stærðin, endingin og vönduð smíð sáu um að sigurbraut japanskra bíla hófst hér á landi.
Það er fagnaðarefni að varðveita jafn mikinn tímamótabíl í íslenskri bílasögu og þennan fyrsta Toyotabíl á Íslandi, hinn fyrsta í japönsku byltingunni sem hófst rúmri hálfri öld.
Fyrsti Toyota-bíllinn á Íslandi til umboðsins | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.