Ýmislegt sem gengur ekki upp.

Á sama tíma og hægt er að byrja að telja vikurnar niður, sem eftir eru í heimsfaraldrinum hér á landi og reynt að verjast því að ný bylgja smita fari af stað,  má lesa fréttir eins og þá sem þessi pistill er tengdur við. Eitthvað sem virðist ekki ganga upp. 

Fleira virðist ekki vera að ganga upp.  Nýbúið er að segja frá þúsundum umsókna um lóðir á Selfossi og fólksflutningum þangað, sem jafngilda þjóðflutningum á íslenskan mælikvarða. 

Svipað virðist gilda um það fyrirbæri og þjóðflutningana frá Austur-Þýskalandi til Vestur-Þýskalands fyrir 1961 og lýst var á þeim tíma með orðunum að "fólkið kaus með fótunum."  


mbl.is Skemmdarverk og mikil óregla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónsson

Þú ert kannski bara að vakan upp af fallegum draum vinstri-mennskunnar.

Ísland er í heljargreipum kommúnisma sem þú og þínir líkir hafa troðið upp á íslendinga undanfarna áratugi,  flestir af barnslegri einfeldni en sumir af hreinni ómennsku.

Verði þér að góðu.

Guðmundur Jónsson, 25.4.2021 kl. 12:45

2 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ég vil koma til varnar fyrir okkar þjóðfræga Ómar Ragnarsson sem skemmt hefur þjóðinni lengi og verið sjónvarpsmaður og fleira að í dægurlagatextum sínum hefur hann ekki verið að predika kommúnisma svo greinilegt sé, og heldur ekki í fréttamennskunni, margir meira áberandi í því eins og Bogi Ágústsson til dæmis. (Í vali sínu á fréttum og túlkunum á þeim).

Hér í pistlunum fær hann frelsi til að tjá sig á annan hátt. Ekkert óeðlilegt við það. Málefnalegir eru þessir pistlar hans. 

Ingólfur Sigurðsson, 25.4.2021 kl. 14:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband