Ljóðið Leggir? Loftleggjahótelið? Leggjakerfi Strætó? Leggstaðurinn Staðarskáli?

Í tengrdi frétt á mbl.is í dag er rætt um nýja "flugleggi" hjá Icelandair.

Enska orðið "leg" virðist í óstöðvandi sókn hér á landi við að útrýma íslenska orðinu "leið" sem þó er bæði stutt, þjált og fallegt. 

Hið íslenska heiti Icelandair var upphaflega Flugleiðir og annað af tveimur stofnfélögum þess flugfélags hét Loftleiðir, afsakið, Loftleggir ef þetta á ekki að vera hallærislegt. 

Að ekki sé nú talað um hvað heitið Flugleggir er flottara en Flugleiðir og Loftleggjahótelið æðislega kúl. 

Með Borgarlínunni kemur þá væntanlega nýtt leggjakerfi hjá Strætó. 

Orðið "leg" er líka á fullri ferð við að útrýma íslenska orðinu áfangi. 

Þar með er kannski stutt í það að Staðarskáli verði ekki lengur áfangastaður heldur leggstaður. Viðeigandi legstaður fyrir orðið áfangastað. 

Og líka stutt í það að syngja: 

 

"Drottinn leiði drösulinn minn;

drjúgur verður síðasti leggurinn."


mbl.is Stefnir í hjaðningavíg á flugmarkaði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband