Langur sýningarsalur eins af vorboðunum.

Fyrsti maí er fyrst og fremst dagur verkalýðsins og launþega en bæði í ár og í fyrra olli plágan því að fella varð niður hinar hefðbundnu fjöldasamkomur dagsins.  Vonandi ekki framar. DSC09523

Þó var ekki alveg laust við að vorboðar þessa dags væru á stjái, því að hægt var að fara í árlegan fjöldaakstur Sniglanna, bifhjólasamtaka lýðveldisins, sem heppnaðist vel að vanda. 

Þátttakendum var skipt nður í 50 manna hópa, og í akstrinum sjálfum sá eðli máls, fjarlægð á milli hjólanna og hjálmanotkun knapanna um það að viðhalda fjarlægð og tryggja sóttvarnir. DSC09524

Ótal merkileg og glæsileg hjól mátti sjá í þessari löngu röð á leiðinni frá Laugavegi upp á lóð Bauhaus.  

Sum hjólin eru lúxus ferðahjól allt að hálft tonn að þyngd með hvers kyns þægindum, en svo mátti líka finna vélhjól, sem eru sérhönnuð fyrir jafnt hraðbrautir, borgarumferð og umferð bæði á malbikuðum brautum sem á torfærum jeppaslóðum.  

Fjölhæfustu hjólin sem sjá mátti í ökuferðinni í gær eru líklega hin indversku Royal Enfield Himalayan.DSC09526

Eins og nafnið bendir til eru hönnuð fyrir gríðarlega fjölbreytni í öllum heimsálfum, jafnframt því að vera einföld, sterk, ódýr, langdræg og notadrjúg næstum hvar sem er.  

Hjólin eru bæði sterk og létt, innan við 200 kíló, með eins strokks 411 rúmsentimetra hreyfil sem eyðir aðeins um þremur lítrum á hundraðið. 

Hámarkshraðinn er 130 km/klst. 

Löng fjöðrun og framhjól með tommu felgu að framan tryggir stýrishæfni í torfærum, og til að auka endingu hreyfilsins er hámarkssnúningshraði hans óvenjulega lágur og togið jafnt og mikið.  

Búið er að fara á þessum hjólum um allt hálendið að sögn eigendanna sem róma fjölhæfni þeirra. DSC09529 

Þau eru aðeins eitt af hundruðum dæma um þann glæsileik og fjölbreytni sem þátttakendurnir í dag nutu í ríkum mæli í hinum árlega hópakstri SniglannaDSC09527


mbl.is „Hvað er sýnilegra en 1.000 mótorhjól?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband