Kon-Tiki og víkingaskipin; gargandi tæknisnilld!

Færa má líkur að því að ef nútíma siglingamálastofnanir hefðu verið starfrækt fyrir þúsundum ára hefðu hvorki Kon-Tiki flekinn né víkingaskipin fengið haffærnisskírteini til þess að fara tímamótaferðir sínar um heimshöfin.  

Til dæmis er í báðum tilfellum um það að ræða, að þessar fleytur væru ekki nógu sterkbyggðar miðað við nútíma styrleikakröfur, heldur væri hreyfing innibyggð í þau sjálf sem benti til þess að þau væru of veikbyggð. 

Kon-Tiki var byggður upp með burðarvirki, sem fólst í flókinni samsetningu á stögum og þótti gagnrýnendum þess fyrirkomulags þetta kerfi vera bókstaflega allt of laust í reipunum.

Vegna slíkra athugasemda þorði Thor Heyerdal ekki annað en að fara eftir aðfinnslum um það að Kon-Tiki flekinn yrði hertur upp til þess gefa í engu eftir haföldunni.  

Þegar síðan var lagt í hann á flekanum fór þannig fljótlega, að stögink, em héldu honum saman, átu sig inn í viðinn við álagið, þannig að flekinn hefði nagast í sundur við langsiglningu. 

Var því horfið aftur til þess horfs, sem verið hafði í upphafi, að stögin væru stillt þanngi, að þau létu eftir álagi haföldunnar og flekinn hreyfði sig á svipaðan hátt og vængir nútíma farþegaþotna gera í ókyrrð og álagi. 

Svipað er að segja um víkingaskipin, að innbyggð í þau er geta þeirra til þess að aðlaga sig haföldunni á siglingu upp að vissu marki og bæði þola hana betur til lengdar og smjúga betur í gegnum öldurnar. 


mbl.is Flutt nokkra metra fyrir milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband