2.5.2021 | 18:39
Afsakið hlé, fjörbrot, eða aðdragandi af einhverju nýju?
Þegar þessr línur eru skrifaðar hefur staðið yfir býsna langt hlé á hraungosinu í Geldingadölum, þar sem varla hefur sést örla á hinni eldrauðu uppsprettu í gíg 5.
Hins vegar ruku upp gríðarstórir kvikustrókar í dag, líkt og um fjörbrot sé að ræða.
Þessi skrykkjótta atburðarás hefur sést allt frá Reykjavík, til dæmis þaðan sem gosmökkurinn sýnist koma upp úr Keili, sem er í sjónlínunni.
Jarðfræðingar eiga erfitt með að fullyrða mikið að svo stöddu, svo sem því sem spurt er um í fyrirsögn þessa pistils.
Ein skýringin er að eins konar fyrirstaða stöðvi flæðið og að þegar hún rofni, verði kvikstrókarnir jafn háir og raun ber vitn, allt í 2-300 metra hæð.
2Myndirnar hér á síðunni voru teknar seint á sjötta tímanum með um korters millibili.
Hegðun eldgossins breyttist í nótt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Mér finnst vera að sljákka í gosinu, a.m.k. í bili
Í gær sá maður þrjá liti í eldstólpanum, hvítan, gulan og rauðan, (litir sem myndavélin virðist nema). Nú sé ég ekki hvíta litinn lengur, en hann er heitastur.
P.s. En allur er varinn góður, hvíti liturinn kom fram í eldgusu sem kom upp, rétt í þessu.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.5.2021 kl. 21:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.