Ófangreind auglýst átök og kaflaskipti hafa komist á dagskrá í þeim hluta orkuskiptanna hér á landi, sem snýr að rafknúnum hjólum allt frá hlaupahjólum upp í léttbifhjól.
Í ágúst 2015 var farið á rafreiðhjóli eingöngu fyrir eigin rafafli frá Akureyri til Reykjavíkur 430 km leið fyrir Hvalfjörð á tæpum tveimur sólarhringum og var orkukostnaðurinn um 60 krónur miðað við heimahúsarafmagn, sem notað var til að endurhlaða rafhlöðurnar.
2016 var farið á léttbifhjóli í 125 cc flokki frá Reykjavík til Akueyrar á 5 klst 30 mín með orkukostnaði upp á 1900 krónur, stansað í þrjátíma og haldið áfram hringinn með 6 klst stansi á Egilsstöðum og hringurinn kláraður um Fjarðabyggð á 31 klukkustund samtals fyrir 6400 krónu orkukostnað.
2020 var farið Gullna hringinn á rafknúnu léttbifhjóli með útskiptanlegum rafhlöðum og líkt eftir því að í sjopppum og bensínstöðvum á leiðinni væru skiptistöðvar fyrir rafhlöðurnar líkt og eru að ryðja ser til rúms erlendis.
Myndin er tekin í Tæpei á Tævan.
Ferðin var 230 kílómetra löng og tók 4 klst 30 mín með orkukostnaði upp á 80 krónur!
Við Íslendingar erum langt á eftir öðrum þjóðum á þessu sviði og að mörgu leyti fastir í fordómum varðandi mögulega farartæjabyltingu sem gæti bæði verið til mikils hagræðis og sparnaðar.
Sprenging í innflutningi rafhjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.