Meiri gróður - meiri eldsmatur.

Stundum ættu fréttir af vexti á hinu og þessu ekki að vekja undrun. Það á einkum við þegar beint orsakasamband liggur á milli hluta. 

Stórvaxandi gróður á lslandi er einföld ávísun á mun meiri eldhættu og bruna, en aðal viðfangsefnið ætti að vera að vanrækja ekki brunavarnir og að vinna ötullega að nýju mati á eldhættu sem minnki hættuna sem mest. 

Oft er það að ný fyrirbrigði vekja upp æsingakenndan fréttaflutning. 

Ágætt dæmi er það þegar slökkvilið fóru að æfa ný vinnbrögð fyrir tveimur árum í þeim tilfellum þegar kviknar í rafbílum og æfðu til dæmis sérstaka notkun eldvarnarteppa.

Um svipað leyti varð stærsti bílahússbruni á Norðurlöndum og komst þá strax sá kvittur á kreik að kviknað hefði í út frá rafbíl. 

Fóru æsingakenndar fyrirsagnir eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla um þá nýju og hroðalegu ógn sem rafbílarnir færðu með sér. 

Skipti þá engu þótt tveimur dögum síðar fréttist að bíllinn, sem olli brunanum hefði verið  gamall Opel Zafira dísil; þessi hviksaga hefur haldið velli allt til dagsins í dag og fær sífellt nýja og nýja vængi. 

Það virðist nægja, að með vaxandi fjölgun rafbíla fjölgi brunum í þeim, þótt margsinnis hafi komið fram að brunar í þeim séu hlutfallslega færri en í bílum knúnum ELDSneytiorkugjöfum, eldsneytisgeymir, brunahólf, brunahreyfill, sprengihreyfill, spark plugs o.s.frv. 

Áður en rafbílar komu til sögunnar voru rafbílabrunar óþekktir, en auðvitað getur kviknað í þeim eins og öðrum farartækjum. 

Það, að slökkviliðið þurfi að nota öðruvísi tæki a til vegna bruna í þeim er ekkert öðru vísi en þegar slökkviliðsmenn þurftu að takast á við ný vinnubrögð þegar bílar tóku við af hestunum, sem aldrei kviknaði í.  

 


mbl.is Sinubruni í Heiðmörk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Ef við berjumst gegn hamfarahlýnuninni þá minnkar gróðurinn og minna verður til að brenna.

Hverir vilja það?

Halldór Jónsson, 5.5.2021 kl. 10:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband