Víða skortur á framsýni og skipulagi í skógrækt.

Gildi skógræktar og landgræðslu hefur vaxið með hverju ári samfara aukinni umræðu um loftslagsvá og skal út af fyrir sig ekki dregið úr mikilvægi þess.

Samt kemur fram að síðan í brunanum mikla á Mýrum fyrir rúmum áratug hafi nokkurn veginn ekkert verið gert til þess að huga að afleiðingunum, brunavörnum og skipulagi í skógrækt og gróðurrækt hér á landi, hvorki í skipulagi skógræktarsvæða, eldvarnarbúnaði, tilhögun né öðru.  

Hér á síðunni hefur verið bent á ýmis dæmi þess, að skógur sé ræktaður algerlega án tillits til annarra náttúruverðmæta, svo sem hinna fögru klettabelta á þjóðleiðinni milli Borgarness og Bifrastar, sem ýmist hefur verið sökkt í hávaxinn skóg eða eru á leiðinni í drekkingu. 

Svo er að sjá að jafnframt því sem sagt er a, að efla sem allra stórkostlegasta skógrækt, víða helst með erlendum barrtrjám, sé líka sagt b, að gera það með öllu hugsunarlaust og skipulagslaust með tilliti til áhrifanna af þessu annars mikilvæga þjóðþrifastarfi.

Má sem eitt af mörgum dæmum nefna, að erlendir náttúrulífsljósmyndarar sem hafa viljað taka loftmyndir af náttúrudjásnum Þingvalla og Þingvallavatns, svo sem gígunum í eyjunum Sandey og Nesjaey, hafa hneykstast og með engu móti geta skilið það framtak að planta barrtrjám ofan í gíginn í Sandey.   


mbl.is Engin þróun á fimmtán árum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skógur er góður sumstaðar en getur verið fráhrindandi fyrir útsýnið, sama gildir um vindmyllur.

Bodvar Gudmundsson (IP-tala skráð) 6.5.2021 kl. 16:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband