"Bíll kemur manni þó á milli staða..."

Bandaríski sjónvarpsmaðurinn Bill Maher er oft dæmigerður fyrir það sem stundum er sagt um menn, að "oft ratist kjöftugum satt á munn". 

Í alllöngu spjalli sínu í síðasta þætti varð honum tíðrætt um það rafmyntahagkerfi, sem verður sífellt fyrirferðarmeira í nútíma efnahagsbúskap heimsins. 

Maher sagði að hvorki hann, viðmælendur hans í þættinum né áhorfendur hans hefðu minnstu hugmynd um hvernig þessar rafmyntir væru nú orðnar svo fyrirferðarmiklar, ekki aðeins í þjóðabúskapnum, heldur líka í sívaxandi hluta af orkubúskap þjóðanna í formi þeirra óheyrilegu notkunar raforku, sem rafmyntakerfin krefðust.  

Við Íslendingar verðum þessa áþreifanlega varir í gegnum orkueyðslu gagnaveranna, sem hér eru. 

Maher nefndi Hrunið 2008 sem dæmi um efnahagsbólu, sem óx og óx næsta stjórnlaust og kollkeyrði síðan bankakerfið þegar í ljós kom að öll þessi fáránlega stóru verðmæti voru að mestu réttnefnd hugarfóstur, ímynnduð verðmæti skuldaspilaborgar. 

Maher hefði líka getað nefnt orsök stóru heimskreppunnar sem skall yfir heiminn með stórflóðsþunga haustið 1929 þegar hátimbrað hlutabréfkerfi sprakk með gríðarhvelli og stærstur hluti þess hrunds hafði falist í huglægum verðmætum.  

"Þegar maður ber hlutlægt verðmæti eins og bíl saman við svipað huglægt verðmæti og rafmynt" sagði Maher, "verður maður agndofa og hvumsa og skilur hvorki upp né niður. Bíllinn er áþreifanlegur og flytur mann þó fjandakornið á milli staða."  


mbl.is Stofnandi rafmyntar milljarðamæringur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband