Gæti íslenska stikkfrí aðferðin í CO2 málum gengið upp á heimsvísu?

Sífellt má sjá þeim rökum haldið fram opinberlega varðandi framlag Íslands til útblásturminnkunar koltvísýrings, að vegna smæðar þjóðarinnar eigum við kröfu á að sleppa við að taka þátt í þessu alheimsátaki af því að það muni nánast ekkert um það. 

Íslendingar séu nefnilega aðeins 0,005 prósent af jarðarbúum. 

Þeir, sem þessu halda fram í krafti þess að aðrir jarðarbúar en við séu 20 þúsund sinnum fleiri en við, gæta hins vegar ekki að því, að ef þessi rök gilda um okkur, eiga þau líka við hvaða 370 þúsund manna hóp jarðarbúar, sem er. 

Allar borgir heimsins eða borgarhverfi, sem eru með um 300-500 þúsund íbúa geta þá beitt þessum rökum, og afmarka mætti um 20 þúsund svæði á jörðinni sem hefðu þennan mannfjölda og þar með sömu rök og við til að taka ekki þátt í neinni skerðingu útblásturs.  

Þar með getur þessi íslenska stikkfrí aðferð gert allt mannkynið stikkfrí, og málið dautt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband