10.5.2021 | 07:30
Það kviknaði aldrei í hestunum.
Meðan einkahesturinn var álíka draumur hvers almúgamanns og einkabíllinn varð síðar þurfti fólk og slökkviliðsmenn ekki að hafa miklar áhyggjur af því að það kviknaði í þeim.
Síðan komu farartæki til sögunnar, sem voru knúin eldsneyti, með eldsneytisleiðslur, eldsneytisgeyma, brunahreyfla með brunahólf, sprengihreyfla o. s. frv., og slökkvilið og almenningur aðlöguðu sig að þessum aðstæðum með því að finna upp eldvarnarbúnað og eldvarnarreglur.
Með tilkomu sjónvarpsins kom nýtt tæki til sögunnar, sem á það til að springa með miklum látum, en engum hefur samt dottið í hug að banna sjónvarpstæki.
Með almennri tilkomu rafmagns til húsahitunar og hvers kyns orkunotkunar í heimilistækjum og lýsingu hafa orðið þúsundir bruna með orsökinni "talið er að kviknað hafi út frá rafmagni" en engum snillingi hefur samt dottið í hug að banna rafmagn.
Um allt ofangreint gildir, að tekin er útreiknuð áhætta með notkun, og niðurstaðan notuð til þess að skapa notkunarreglur sem minnka hana.
Nú stendur fyrir dyrum að skipta út rafhlöðum á ákveðnum fjölda af Hyondai Kona rafbílum og nefndar hrollvekjandi tölur um bruna í gölluðum rafhlöðum og ráð á meðan í hleðslu þeirra, sem komi í veg fyrir bruna.
Brunatölurnar á heimsvísu eru býsna háar, en þó aðeins sjö í allri Evrópu og enginn ennþá á Íslandi.
Enn í dag er rafbíl kennt ranglega um mesta bílastæðahúsbruna Norðurlanda fyrir tveimur árum, þegar hið sanna var að um ósköp venjulegan Opel Zaphira dísil var að ræða.
Þegar tíðni bruna í rafbílum hefur verið könnuð hefur komið í ljós að bílar knúnir jarðefnaeldsneyti i tíðni.eru með hærri tíðni.
En aðrar eldvarnar- og slökkviaðferðir þarf að nota við rafbílana og það þykir bæði fréttnæmt og hrollvekjandi.
Það er engin frétt að kvikni í venjulegum bílum, þvi að brunar í slíkum bílum hafa fylgt þeim frá upphafi eftir að þeir tóku við af hestunum, sem aldrei kviknaði í.
Mun svo verða meðan eld, sprengingar, bruna og rafmagn þarf til að knýja þá.
Eins og fallbyssuskot | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.