11.5.2021 | 15:00
Ný tegund goss? Kannski að hluta til.
Gosið við Fagradalsfjall kemur upp úr alllöngum kvikugangi neðanjarðar og á upptök sín á um 15 km.
Fyrri staðreyndin hefur reynst ríma vel við reynsluna af fyrri gotum á gossprungum, sem víða á landinu, svo sem í Eldvörpum, Kröflu, Heimaey, Lakagígum og Holuhrauni hafa í byrjun verið öflugust, en smám saman hefur dregið úr þeim uns þau dóu út.
En dýptin í Geldingadalagosinu hefur hins vegar snúið þessu við á fyrstu tveimur mánuðum þessa goss, og hraunrennslið hefur aukist, en er samt enn um 40 sinnum minna en rennslið var í Holuhrauni.
Eldurinn, sem myndin er af í næsta pistli á undan þessum, sem siðuhafi hefur séð heiman frá sér.
Á svipaðan hátt og vísindamenn lærðu mikið af Kröfueldum stefnir í mikinn lærdóm af þessu gosi, og verður það að teljast mikill kostur ef nú er að hefjast nokkurra alda tímabil með nýrri og aukinni virkni á Reykjanesskaga frá því sem var fyrir átta öldum.
Gosið tvöfalt öflugra en áður | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.