Sérkennilegt og snúið umhverfi í alþjóða hnefaleikum.

Þegar hnefaleikarar hafa komist í fremstu rðð í atvinnuhnefaleikum hafa þeir margir hverjir orðið að glíma við og beygja sig fyrir sérkennilegum aðstæðum, til dæmis að keppa undir öðrum merkjum en síns eigin heimalands. 

Mörg dæmi eru um þetta. Pólverjinn Andrew Golata var í fremstu röð í hnefaleikum, en varð að búa í Bandaríkjunum og æfa og keppa þar undir stjórn þekkts bandarísks þjálfara. 

David Tua náði á ferli sínum að verða áskorandi í þungavigtinni og hélt ætíð á lofti uppruna sínum frá Samoa í Ástralíu. 

Klitschkobræður voru um áraraðir í sérflokki í þungavigt í hnefaleikum og héldu mjög á lofti uppruna sínum, fæddir og uppaldir í Úkraínu, en urðu á svipaðan hátt að rækta feril sinn í Þýskalandi. 

Líklega hefur enginn norrænn íþróttamaður orðið eins heimsfrægur á einni nóttu og Ingemar Johansson, þegar hann varð fyrsti og eini Norðulandabúinn, sem varð heimsmeistari í þungavigt 1959. 

Þá höfðu Ameríkumenn einokað þennan titil frá upphafi vega á 19. öld að undanteknum tveimur árum á fjórða aratugnum sem Ítalinn Primo Carnera var meistari.  

Munurinn á ólympískum hnefaleikum og atvinnumannahnefaleikum er enn talsverður, en þó hefur starfsumhverfi atvinnunhnefaleikanna mildast eitthvað, svo sem með því að stytta hámarkslengd bardaga um þrjár lotur, úr 15 lotum í 12.

Þess vegna ekki óeðlilegt, að sérstaða Íslands með Norður-Kóreu sé íhuguð og metin að nýju, jafnvel þótt niðurstaðan kunni að verða óbreytt ástand. 

Þess má geta, að á æfingum í atvinnuhnefaleikum eru notaðir sams konar hjálmar og í ólympískum hnefaleikum, en rétt er munað, er ákvæði í bannlögunum íslensku um það að ekki megi einu sinni æfa slíka hnefaleika. 

Gunnar Nelson hefur verið dæmi um Íslending sem hefur keppt í harðri bardagaíþrótt erlendis og hefur tekist að halda þjóðerni sínu og uppruna á lofti þrátt fyrir að íþrótt hans sé að sumu leyti harðari og blóðugri en hinir hefðbundnu hnefaleikar. 


mbl.is Ísland og Norður-Kórea sér á báti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband