1 á móti 15 kunnuglegt hlutfall á milli fallinna.

Í þeirri átakahrinu, sem nú er hafin milli Ísraelsmanna og Palestínumann, glyttir stras í kunnuglegt hlutfall. Það er hlutfallið á milli fallinna, sem var yfirleitt þannig í fyrri hrinum, að fyrir hvern fallinn Ísraelsmann af völdum eldflaugaskota Hamas væri það næstum því eðlilegt að Ísraelsher dræpi í það minnsta 15 Palestínumenn. 

Hugsanlega gætu lokatölur orðið 100 gegn jafnvel 2000. 

Sérkennileg kenning lætur nú talsvert fyrir sér fara á samfélagsmiðlum, sem sé sú, að þessi fjöldadráp séu Palestínumönnum einum að kenna, því að þeir reyni allt sem þeir geti til þess að hjálpa Ísraelsmönnum til að drepa sem flesta og gerðu líka allt sem þæir gætu til þess að ísraelskar eldflaugar og sprengjur dræpu sem allra flesta og yllu sem mestu tjóni.

Það væri ástæðan fyrir því að ekkert eldflaugaloftvarnakerfi væri á landsvæði Palestínumanna.  

Ekki fylgir þessari sögu hvernig og hvar Palestínumenn gætu fengið fé, mannskap og aðstöðu til þess að koma sér upp neinu vopnabúri í líkingu við best vopnuðu þjóð í heimi, miðað við mannfjölda. 

Möguleikinn á slíku er varla meiri en að Palestínumenn eigi möguleika á að koma sér upp kjarnorkuvopnabúri eins og Ísraelsmenn. 

Og einnig hvernig það væri hægt í ástandi þar sem önnur þjóðin heldur hinni í innilokaðri herkví og hefur hernumið landið í 53 ár. 


mbl.is Enginn endir í augsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guð minn almáttugur Ómar. Láttu ekki Jóhann og óðinn heyra þetta. Samkvæmt þeim eru allir Ísraelar englar í mannsmynd, palestínumenn villimenn hver einasti og þjóðverjar nasistar allir með tölu. Og íslendingar sem ekki eru sammála þessu eru allir vondir vinstrimenn. Þessa visku hafa þeir vegna þess að þeir hlusta eingöngu á hinn eina rétta fréttamiðil, Útvarp Sögu.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 14.5.2021 kl. 20:20

2 Smámynd: Hörður Þormar

Satt er það, ekki er vopnabúnaði Ísraelshers og Hamas saman að jafna, en það má spyrja sig hvernig þessi "frelsissamtök í herkví Ísraelsmanna" hafa getu og efni á að komast yfir þær þúsundir eldflauga sem þegar hefur verið skotið á Ísrael.

Fórnarlömb átakanna eru vissulega margfalt fleiri á Gasa heldur en í Ísrael, ekki trúi ég þó að neinn óski þess að þeim fjölgi þar. En hvernig stendur á því að þetta  hlutfall er svona hátt? Því er auðvelt að svara. Öflugar loftvarnir Ísraelsmanna hafa, til þessa, ráðið við frumstæðar eldflaugar andstæðinganna, auk þess sem loftvarnabirgi eru á hverju strái.

Á Gasa eru engin loftvarnarbirgi, þó er fullt af neðanjarðarbirgjum undir borginni sem hægt væri að leita skjóls í, en þau eru ekki aðgengileg nema fyrir Hamasliða sem  geyma þar vopnabirgðir sínar.

Einhverjir halda því fram að Hamasliðar smali fólki á staði þar sem búast má við árásum Ísraelshers, ekki vil ég fullyrða það, en þegar börn og saklaust fólk deyr eða örkumlast, þá spyrst það út og vekur samúð með þeim. Þó hefur Ísraelsher varað fólk við skotmörkum sem þeir ætla að ráðast á. Nýlega sást í sjónvarpi þegar stór íbúðablokk hrundi til grunna, þar fórst enginn, enda var búið að vara íbúana við.

Ekki eru allir íbúar Gasa Hamasliðar, ekki fremur en allir íbúar Dresden, Hamborgar o.fl borga, sem eitt sinn voru lagðar í rúst, voru nasistar. En þeir eru fórnarlömb spilltra ráðamanna sem hafa stjórnað með ofbeldi í áratugi, með stuðningi erlendis frá, auk trúarofstækis og haturs sem vex með hverju stríðinu sem háð er.  

Hörður Þormar, 14.5.2021 kl. 23:28

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ef skoðuð er átakasagan fram að þessu sést raunar að talan 1:15 er of lág. 

Alls hafa í þessum átökum fallið 260 Ísraelsmemn en rúmlega 6000 Palestínumen. 

Hlutfallið er því 1:23 og vopnahlutfallið á milli öflugasta herveldis Miðausturlanda sem er eina ríkið á því svæði með yfirráð yfir kjarnorkuherafla, og hins vegar fátæks, hernumins ríkis, er vafalaust mun óhagstæðara en 1:23.  

Ómar Ragnarsson, 15.5.2021 kl. 13:18

4 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.5.2021 kl. 15:07

5 identicon

No photo description available.

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.5.2021 kl. 15:13

6 Smámynd: Hörður Þormar

Ekki ætla ég að fara út í neinn hlutfallareikning, heldur benda á viðtal við sérfræðing í málefnum Palestínumanna, ef einhver skyldi hafa áhuga á viðhorfi hans. Viðtalið er á þýsku, en sækja má þýðingu á texta: Psychologe Ahmad Mansour zum Konflikt im Nahen Osten

Hörður Þormar, 15.5.2021 kl. 16:56

7 Smámynd: Theódór Norðkvist

Ómar þú þarft að vera duglegri að lesa bloggið hans Páls.

Um 20 prósent íbúa Ísraels eru arabar. Þeir njóta mannréttinda og eiga 14 fulltrúa í Knesset, ísraelska þinginu. Enginn gyðingur nýtur mannréttinda í Gaza eða Vesturbakkanum. Þar eru ekki frjálsar kosningar og minnihlutahópar, s.s. samkynhneigðir, eru ofsóttir.

Vinstrimenn taka málstað rasisma, arabískrar þjóðernishyggju og gyðingahaturs þegar þeir úthúða Ísraelsríki fyrir að verja líf og limi borgara sinna gegn hryðjuverkaárásum Hamas og arabískra öfgamanna.

Ísrael er eina lýðræðisríkið fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir sem undir merkjum frjálslyndis og mannúðar taka undir kröfu um tortímingu Ísraelsríkis ganga erinda illskunnar.

https://pallvil.blog.is/blog/pall_vilhjalmsson/entry/2264745/

Theódór Norðkvist, 15.5.2021 kl. 17:21

8 Smámynd: Theódór Norðkvist

Þrátt fyrir allt vil ég að Palestínu-arabar svokallaðir fái landsvæði til að búa á. Hér er ágætis listi til að byrja með, ætti að vera auðvelt að finna smá landskika fyrir þá á honum.

    • Sádí-Arabía.

      • Jórdanía (komu flestir þaðan, a.m.k. forfeðurnir)

        • Líbanon

          • Sýrland

            • Írak

              • Egyptaland

                • Katar

                  • Óman

                    • Jemen

                      • Sameinuðu arabísku furstadæmin

                        • Lýbía

                          • Alsír

                            • Marokkó

                            Theódór Norðkvist, 15.5.2021 kl. 17:24

                            9 identicon

                            Og svo er það palestínu svæðið, Theodór.

                            Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2021 kl. 17:42

                            10 identicon

                            Mapping-Apartheid-6-Digital-Initiatives-Reclaiming-the-Palestinian-Map

                            Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 15.5.2021 kl. 17:46

                            11 Smámynd: Theódór Norðkvist

                            Hér eru skilaboð, að vísu til þeirra sem kusu Joe Beijing í USA, en eiga ágætlega við vinstri einfeldingana á Íslandi líka.

                            Today, you stand with all of Israel’s accusers. You stand with on-going media bias and social media poison. You stand with cancel culture and identity politics. You stand with rockets over Israel. You stand with anti-Semitic, anti-Israel Academia. You stand with popular opinions, appeasement policies and your precious untouchable careers. You stand with Obama 3.0 and all his enablers of terror on Israel. And worst of all, you stand in silence in front of your own DNA, your social justice warriors - your children.

                            We? We stand loudly united with Israel, IDF and Donald J. Trump's policies. Today and every day.


                            Sen tto you by the racist, extremist, homophobic, misogynist, xenophobic, right-wing, white supremacist (did I leave anything out?), grass-roots conservative Jews of North America.

                            Today, after 1800 rocket bombardments over the tiny Jewish State, we are comforted that you are no longer upset by Trump's daily tweets.Op-ed

                            Theódór Norðkvist, 15.5.2021 kl. 18:24

                            12 identicon

                            Sæll Theódor,

                            Fólk er hérna búið að fá nóg af þessum Kristna- Zíonisma ykkar og á ÓmegaTV prumpinu, svo og varðandi allar þessar réttlætingar ykkar fyrir áframhaldandi stuðningi við hernaðaráform hans Benjamín Netanyahu á Gaza á blogginu hans Páls, nú og svo er fólk búið að fá nóg varðandi þennan óstöðvandi stuðning ykkar við hernámið á Vesturbakkanum og Austur Jerúsalem.
                            Það er greinilegt á öllu, að þú vilt helst sjá þína kristnu Palestínumenn og aðra einhvers staðar annars staðar en þar sem heimili þeirra er í dag, nú og svo viltu gera allt til þess að styðja Zíonista í áframhaldandi þjófnaði og hernám.
                            KV.
                                     

                            "..at least 48,488 Palestinian homes have been demolished by Israel since 1967.
                            Israel currently has 261 Jewish-only settlements and ‘outposts’ built on confiscated Palestinian land. "

                            Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 15.5.2021 kl. 18:50

                            13 Smámynd: Theódór Norðkvist

                            Sæll Þorsteinn minn, alltaf gaman að þér.

                            Theódór Norðkvist, 15.5.2021 kl. 22:17

                            14 identicon

                            Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 16.5.2021 kl. 00:24

                            15 identicon

                            Þessi hlutfallareikningur lýsir heimsku á háu stigi. 

                            Hamas gerir sínar árásir vitandi af þessum mun en gerir þær samt.  Hvers vegna?  Jú, til að fá bjána á vesturlöndum til að vorkenna sér.  

                            purri (IP-tala skráð) 17.5.2021 kl. 22:31

                            Bæta við athugasemd

                            Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

                            Innskráning

                            Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                            Hafðu samband