Útverðirnir eru grænir. Ísland var grænt í lok 14. aldar.

Grænland, Ísland, Færeyjar, nyrðri hluti Noregs og Finnland eru græn á korsti Sóttvarnarstofnunar Evrópu. 

Þetta eru útverðir Evrópu í norðri og ekki í fyrsta skipti sem Ísland er grænt á tímum hrikalegrar drepsóttar. 

Þegar svarti dauði komst loks til Íslands 1402 hafði landið verið "grænt", sloppið í nokkra áratugi við drepsóttina, og í eitt skiptið á þann einfalda hátt, að ekkert var siglt til landsins og þeir sem þó lögðu af stað, lifðu siglinguna ekki af. 

Gildi hamlandi aðstæðna í flutningum til og frá landinu hefði því átt að vera öllum ljós fyrir ári, þegar virtist yfirsjást það með þeim afleiðingum að nýjar bylgjur komust á kreik hér.  


mbl.is Ísland aftur grænt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband