Hraðhjólastíga vantar, hjólin fara 4-5 sinnum hraðar en gangandi.

Hugtakið hraðhjólastígar heyrðist nefnt um það leyti sem siðuhafi hóf notkun hjóla í stað bíla að mestu leyti í borgarumferðinni.  Geirsnef.Hjólabraut

Strax á fyrsta ári hjólanotkunarinnar blasti ástæðan fyrir bættum hjólastígum við; skorturinn á stígum var hrópandi mikill; gatnakerfið enn miðað að mestu við annað hvort gangandi eða akandi og hjólafólkið að þvælast í krókaleiðum eftir bútum af gangstéttum og akstursgöfum á víxl. 

Að vísu voru brautryðjendur í notkun hjóla í umferðinni farnir að láta til sín taka, en á opnum fundi með borgarstjóra í Grafarvogshverfi virtust forsvarsmenn borgarkerfisins samt koma af fjöllum þegar orðið var nefnt, enda ekki furða miðað við það á hvers konar frumstigi þetta málefni hafði verið fram að því í marga áratugi. Hjólastígur.máð merking

Aðeins fáar undantekningar voru þá komnar í umbótum, svo sem hjóla- og göngustígurinn yfir Geirsnefið. 

Gangandi maður fer að meðaltali ekki hraðar yfir en 4-5 kílómetra á klukkustund. Það þýðir að tveggja stunda ganga sé frá Spönginni í Grafarvogi vestur í Útvarpshúsið. 8,5 km. 

Hingað til hefur tekið um 25-30 mínútur að fara þetta á rafreiðhjóli og þá aðeins á þann hátt að fara austustu tvo kílómetrana eftir akstursgötum vegna þess hve tafsöm og krókótt leiðin er ef farið er eftir blöndu af gangstéttum, gangstígum og gatnabútum.  

"Hraðhjólastígar" sem miðast gætu við 25km/klst hraða myndi stytta hjólferðina um tíu mínútur. Hjólastígur,máð málning

Það sýnist ekki mikil bót, en miðað við raunverulegan meðal aksturshraða á bíl munar miklu um það að færa tímann á rafreiðhjólinu nær tímanum á bíl en nú er. 

Ekki má gleyma því hve mikðil öryggisbót er fólgin í því að minnka hættuna á árekstrum á of þröngum og krókóttum stígum þar sem þröngt er um blöndu af hjólandi og gangandi. 

Á hjólaárunum frá 2015 hefur síðuhafi reynslu af því að fara á rafreiðhjóli allt austur á Tungubakka í Mosfellsbæ vestur á Valhúsahæð á Seltjarnarnesi, suður í Straumsvík og austur í Hveragerði. 

Þar að auki sérstaka ferð á rafreiðhjóli frá Akureyri til Reykjavíkur fyrir Hvalfjörð. 

Niðurstaðan er skýr. Auk stórbætts hjólastígakerfis þarf átak í viðhaldi, merkingum og skiltum ef hjólin eiga að njóta jafnræðis við aðra samgöngumáta. Náttfari í snjó.

Fyrir rúmum tveimur árum var vanrækt og útmáð merking á hjólastígnum yfir Geirsnef meðvirkandi í því að rafreiðhjólamaður, sem kom á móti mér, beygði fyrir mig svo að úr varð árekstur og axlarbrot. 

Aðalástæðan var að vísu, að hann var að reyna í hálfrökkri að lesa niður fyrir sig á hleðslumæli hjóls síns um leið og hann fylgdist með punktalínunni í miðju stígsins. 

Svo fór að hann að hann kom þar að sem línan hafði máðst út vegna viðhaldsleysis og hann fór snögglega inn á rangan stíghelming. Náttfari við Engimýri

Það breytir því ekki að rétt eins og þörf er

á merkingum á akbrautum þarf það sama á hjólastígum.  

Fyrir sunnan Akureyri varð slys, sem á sínum tíma leiddi til endurskoðunar á breidd stígsins fyrir sunnan bæinn úr 2,5 metrum upp í 3 metra. Allt svona skiptir máli. 


mbl.is Hjólreiðastígar fyrir 1,5 milljarð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Já Ómar ætli menn séu ekki enn að jafna sig, eftir bruðlið við Geirsnefið, 270 millur 2013, þá var verið að byggja brú yfir Mulakvisl, sū brú ein og sér kostaði 460 millur,

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 21.5.2021 kl. 19:13

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Geirsnefið er í hópi þeirra grænu svæða í borginni sem nú eiga undir högg að sækja og með framkvæmdinni 2013 voru margar flugur slegnar í einu höggi: 

Opnað aðgengi og gönguleiðir, losnað við hjólaumferðina um Miklubraut og hún stytt í leiðinni um tæpan kílómetra.  

Ljósmyndirnar hér að ofan sýna, að ekki var "bruðlað með" viðhaldið á hjóla- og göngustígunu á árunum 2017 til 2021. 

Nú hafa lögboðnar og sjálfsagðar línur verið málaðar á stígana og þótt fyrr hafi verið. 

Ómar Ragnarsson, 21.5.2021 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband