Hvaða "mögulegar tækniframfarir gætu breytt" þörf Gæslunnar?

Formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir í viðtali í Morgunblaðinu varðandi það að Landhelgisgæslan verði flutt á flugvallarstæði í Hvassahrauni, að "mögulega muni tækniframfarir breyta því" að Landhelgisgæsltan þurfi að nota þá tækni, sem núverandi flugvallarstæði býður upp á. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti undanfarna áratugi, sem menn fara létt með það að fimbulfamba um alls kyns komandi tækniframfarir varðandi flug. 

Fyrir rúmum aldarfjórðungi átti ný gerð flugvéla, sem væru blanda af þyrlum og flugvélum, að vera alveg handan við hornið, enda voru slíkar vélar sýndar á flugsýningum. 

Þær gátu hafið sig lóðrétt til flugs og gert flugbrautir óþarfar og síðan snúið sér í loftinu og farið á þotuhraða með farþega yfir höf og lönd. 

Þótt það blasti við að eðlisfræðilega væri þetta óframkvæmanlegt og að enn í dag hafa svona loftför ekki tekið við af núverandi þotum er enn verið að varpa á loft alls kyns ótilgreindum mögulegum tækniframförum" sem geti gert Hvassahraunsflugvöll að framtíðar varaflugvelli og innanlandsflugvelli landsins. 


mbl.is Sjálfstæð ákvörðun borgarinnar að úthýsa Gæslunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er mun líklegra að tækniframfarir geri þetta ruglumbulluverkefni Borgarlínuna óþarfa!

El lado positivo (IP-tala skráð) 21.5.2021 kl. 22:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband