Rétt 80 ár frá langstærsta hernaðarviðburði hér við land.

Í dögun 24. maí 1941 var stærsta og afdrifaríkasta sjóorrusta Seinni heimssttyrjaldarinnar í Orrustunni um Atlantshafið háð á Grænlandssundi vestan við Ísland. Bb_bismarck

Flaggskip nasista og Bandamanna, Bismarck og Hood, háðu tröllslega orrustu og studdi orrustubeitiskipið Prinz Eugen Bismarckk en Prince of Wales Hood. 

Tugum 15 þumlunga sprengikúlna rigndi frá hinum tröllauknu 50 þúsund tonna risabryndrekum þar til ein kúla frá Bismarck hitti á veikan blett á Hood, sprakk í skotfærageymslunni svo að skipið sundraðist í loft upp í tveimur hlutum í gríðarlegri sprengingu og sökk á undraskömmum tíma. 

1416 af 1419 um borð fórust; aðeins þrír komust af. 

Þessi eina sprengikúla markaði tímamót í sjóhernaði og upphaf endaloka risabryndrekanna á því sviðið hernaðarátaka.  

Næstu fjóra sólarhringa geysaði tryllingslegur eltingarleikur breska sjóhersins á eftir Bismarck í átt til Frakklands sem endaði með því að Bismarck var sökkt og á annað þúsund sjóliða fórust. 

Sú staðreynd að Bretar réðu yfir Íslandi en ekki Þjóðverjar réði úrslitum í Örrustunni um Atlantshafið sem í fræðibókum er sett á svipaðan stall í stríðssögunni og aðrar stærstu orrustur stríðsins, svo sem um Moskvu, Stalíngrad og innrásinni í Normandí. 

Utanríkisstefna risaveldanna miðaðist eftir þetta við yfirráð yfir Norður-Atlantshafi með Ísland í miðju GIUK hliðsins milli Grænlands og Bretlandseyja. 

1942 tóku Þjóðverjar Tirpitz, systurskip Bismarcks í norkun en með dirfskufullri og dýrkeyptri árás Breta á St-Naseire þurrkvína i Frakklandi, þá einu sem gat tekið Tirpitz, var skipinu kippt út úr sjóhernaðinum, en gerði samt usla með því einu að leynast í fjörðum Norður-Noregs. 

Tilvist þess þar ein og sér olli því til  dæmis að Bretar fóru á taugum þegar PQ-17 skipalestinni var tortímt að mestu á leið til Murmansk. 

Eftir fjölda tilrauna tókst Bretum síðan að sökkva Tirpitz 1944.  

Faðir síðuhafa var vörubílstjóri og ók sólarhringum saman í kapphlaupi með svonefnda barlest í flutningaskipin á leið þeirra um Ísland þegar þau voru tóm, en skipalestirnar með varning og hergögn til Rússa fólu í sér óhjákvæmlegt framlag til stríðsrekstrar Rússa sem báru á þeim árum hitann og þungann af stríðinu við Öxulveldin. 

Megin stefna Öxulveldanna með kafbátahernaðinum á Atlantshafi var að svelta Breta til uppgjafar. 

Tengdafaðir siðuhafa sigldi öll stríðsárin sem vélstjóri á togara með fisk til Bretlands. 

Já, heimurinn er stundum lítill. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband