Noregur og fleiri lönd hafa fengið núll stig en líka sigrað með yfirburðum.

Svo oft hefur það komið fyrir að þátttökuþjóðir í Eurovision hafa fengið núll stig, að það væri farið að fækka þátttökuþjóðunum ef þau hefðu öll sagt sig úr söngvakeppninni. 

Þá hefði til dæmis Alexander Ryback ekki átt möguleika á að vinna einhvern mesta yfirburðasigur í sögu keppninnar. 

Svipað gildir um önnur alþjóðamót eins og til dæmis í knattspyrnu. 14:2 á móti Dönum var skellur með fádæmum, en á EM og HM hálfri öld síðar skein ljós Íslands skært. 

Engu máli skiptir hvort fulltrúi Breta hafði gert stórgóð lög fyrir keppnina.  Þau voru ekki í boðið, heldur þetta lélega lag sem fékk auðvitað slæma útreið vegna þess að það sjálft var ekki nógu gott.  

 


mbl.is Eurovision-ófarir skrifist ekki á Brexit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband