Hægt að setja hjólamarkið enn hærra.

Reynslan af rafvæðingu í borgarfarartækjum siðan 2015 hefur rutt svo mörgum fordómum og mótbárum að það ætti að vera hægt að setja markið jafnvel enn hærra en gert er með nýjustu áætlunum.Léttfeti við Gullfoss  

Af því að hjólaleiðirnar voru svo langar í upphafi urðu vegalengdin og ferðatíminn helsta ástæða upphafsmótbárunnar. Meðal vegalengdin reyndist vera 8-10 kílómetrar og tímatapið allt of mikið. 

En þessi fyrsta og mesta mótbára féll á því, að hún sjálf reyndist vera stærsti kostur nýs rafknúins ferðamáta vegna þess að því lengri sem vegalengdin var, því meiri varð orkusparnaðurinn.  nattfari_9_okt_15_1375493

10 aurar á hverja 100 kílómetra voru 170 sinnum minni kostnaður en bensínkostnaður á sparneytnum bíl!  

Rafreiðhjólið er með handgjöf sem eykur meðalhraðann án þess að farið sé yfir leyfileg hraðamörk. 

Ferðatíminn hvora leið var að vísu 10-15 mínútum lengri að meðaltali á bíl þessa 8-10 kílómetra, en engin tími fór í það að leita að stæði. 

Rekstrarkostnaðurinn var margfalt minni en á bíl. Hjólið kostaði um 450 þúsund krónur nýtt með auka rafhlöðu að viðbættum stígvélum með ökklavörn. Reksturs- og fjármagnskostnaður aðeins brot af kostnaði við rekstur bíls. 

Dagar með vind yfir 20m/sek í hviðum eru miklu færri en búast hefði mátt við. 

Ekki vika sem féll niður vegna veðuraðstæðna. 

Til að brúa bilið sem lengst upp í bensínbíl og ná langleiðina í rafvæðingunni var bætt við rafknúnu léttbifhjóli, sem kostaði 300 þúsund krónur nýtt, með möguleika á 56 km/klst hámarkshraða, 130 km drægni og 65 lítra farangursrými.

Orkukostnaðurinn aðeins 30 aurar á hverja 100 kílómetra, 60 sinnum minni en á sparneytnum bensínbíl.  

Slíkt hjól hefur að vísu ekki möguleika á hraðferð um landið á meðan það vantar skiptikassakerfi fyrir útskiptanlegu rafhlöðurnar, svo að í hópi þriggja hjóla er með 500 þúsund króna 125 cc vespulaga bensínhjóli hægt að fara allt að 800 kílómetra á dag í ferðum um landið fyrir aðeins einn þriðja af orkukostnaði sparneytins fólksbíls og broti af reksturskostnaði.  

Smágati í samfellu hjólanna til að rafvæða samgöngurnar og víkja eldsneytisknúnum akstri á braut var lokað 2017 með ódýrasta og minnsta rafbíl landsins. 

Hjólin tvö með vespulaginu eru jafnfljót í borgarumferðinni og bílar, það stærra alltaf fljótara, og bæði fljótari þegar umferðarteppurnar eru sem stærstar og verstar. 


mbl.is Stefna á að 10% allra ferða verði á hjóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Finnst borgarstjórn virkilega jákvætt að krakkar séu á hjólum í umferðinni á köldum vetrarmorgnum, í snjó og kannski hálku? Af hverju ekki að ganga, eða taka strætó, ef leiðin er of löng til að labba? Skil þetta ekki.

Ingibjörg Ingadóttir (IP-tala skráð) 28.5.2021 kl. 12:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband