Vonandi hætta menn að verða jafnhissa á löngu fyrirsjáanlegum vandamálum.

Síðan 1940 hafa verið ákveðnar sveiflur í kjörum og fjölda landsmanna sem voru þess eðlis, að afleiðingarnar komu ekki að fullu fram fyrr en talsvert síðar. 

Á stríðsárunum og fram undir 1950 fjölgaði þjóðinni gríðarlega, og ef rétt hefði verið á málum haldið, hefði verið hægt að undirbúa landmenn undir að bregðast við fyrirsjáanlegum vandamálum. 

Á árunum 1947 til 1957 urðu ráðamenn sífellt meira hissa á þeirri miklu þenslu sem varð í skólakerfinu á grunnskólastiginu og skólarnir jafnvel þrísetnir og yfirfullir. 

Síðan kom áratugur með mikilli undrun ráðamanna yfir fádæma fjölgun nemenda á framhaldsskólastigi og síðar háskólastigi. 

Allt var það í raun löngu fyrirsjáanlegt, en ævinlega hlutust af mikil vandræði hjá steinhissa stjórnmálamönnum. 

Þetta fyrirbæri hefur enst alveg fram á okkar tíma þegar holskefla af öldruðu fólki úr hinum stóru árgöngum fyrir 70 ár eru á fullri ferð við að breyta aldurssamsetningu landsmanna í það að fjórðungur þjóðarinnar verði viðfangsefni máttvana velferðarkerfis. 

Það hefur tíðkast alveg fram á síðustu ár að ráðamenn vitni í krónutölur til sanninda um það að framlög til velferðarmálanna; sen heilbrigðiskerfið er hluti af þeim; hafi vaxið ár frá ári, þótt augljóst sé og hafi lengi verið, að þegar svona mikill hluti þjóðarinnar fer vaxandi, er fráleitt að miða við heildarkrónutölur, heldur að miða við raungildi og það framlag sem hvert hinna öldruðu krefst til að lifa yfir hungurmörkum. 


mbl.is Ísland eitt efnaðasta land heimsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nú þegar er fasteignamarkaðurinn í hæstu hæðum vegna lítils framboðs á húsnæði.

Þó er kóvídstopp á ferðamönnum.  Þegar þeir fara síðan að koma þá bætir enn í eftirspurnina og allir verða rosalega mikið hissa á því hvað húsnæði verður dýrt og laun dugi þar skamt. 

Ég hef enn ekki heyrt orð um þetta yfirvofandi stórslys í fagurgalaræðum frambjóðenda.  

Nú er lag að setja reglur eins og hjá siðuðum þjóðum um takmarkanir á útleigu einkahúsnæðis til ferðmanna fyrir nú utan þjóðarátak í auknu framboði á lóðum og húsnæði.  En nei þetta á bara eftir að koma okkur svakalega mikið á óvart.

Verkföll og hækkun launa munu þar ekkert bæta úr, aðeins gera vont verra. 

Bjarni G. Bjarnason (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 07:56

2 identicon

 Íslendingar eru hænsn (Steinar Sigurjónsson)

SH (IP-tala skráð) 27.5.2021 kl. 13:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband