"Nafnlausa leið", "Nafnlausa-Langamýri" og "Nafnlausakot"?

Fjölmörg dæmi eru um það hér á landi að eins konar tvínefni og jafnvel þrínefni séu á stöðum og svæðum.  

Til eru tvær Fjallabaksleiðir og þrjú bæjarnefni í Langadal kennd við gil, Fremstagil, Miðgil og Ystagil. 

Í Norðurárdal í Skagafirði eru bærinn Fremrikot og í Blöndudal bæirnir Ytri-Langamýri og Syðri-Langamýri.  

Oftast er talað um gos í Geldingadölum um þessar mundir og þar eru líka Meradalir. 

Það er því alveg í samræmi við íslenska venju að þessi örnefni séu jafn mörg og dalirnir eru margir og engin ástæða til uppgjafar fyrir ókunnuga af því tagi að um nafnlausa staði eða svæði þurfi að vera að ræða. 

Eða hvernig myndi mönnum sýnast það ef staðirnir sem nefndir eru hér að ofan væru afgreiddir fyir vanþekkingar sakir  með því að þeir væru nafnlausir. 

Eyðibýlið Miðgil yrði nefndur Nafnlausagil, Syðri-Fjallabaksleið héti Nafnlausa leið, bærinn Fremrikot Nafnlausa kot og Syðri-Langamýri Nafnlausa Langamýri eða jafnvel Nafnlausa mýri?


mbl.is Nafnlausidalur er merkingarleysa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband