Er aflétting byssuleyfa virkilega lausnin?

Fréttirnar frá Bandaríkjunum varðandi byssur, fjöldamorð og byssueign um þessar mundir, eru þannig, að fyrirsögn viðtengdrar fréttar á vel við hvað snertir viðhorf Bandaríkjamanna á vel við: "Hvað í fjáranum er að okkur"

Á sama tíma og margir ráðamenn hvetja til aðgerða til þess að takmarka byssueign, ekki aðeins fjölda vopnanna, heldur líka hríðskotabyssur í einkaeigu, eru Texasbúar á leiðinni til þess að afnema byssuleyfi með öllu að því er virðist. 

Sláandi eru tölurnar um byssueignina og hlutfall morða með þeim þegar þær eru bornar saman í Bandaríkjunum, Kanada og fleiri "landnemalöndum" (frontier), svo margföld er tíðni byssummorðanna í BNA.  

Byssuaðdáendur hafa nefnilega haft það sem eina af höfuðröksemdum fyrir hinni gegndarlausu og sérstaklega stjórnarskrárvörðu byssueign að í svona frontier-landi yrði helst sem allra flestir að vera vígbúnir til hins ítrasta til að tryggja frelsi sitt og öryggi.  


mbl.is „Hvað í fjáranum er að okkur?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

Bandaríkin eru sér á báti en það mundu sjálfsagt fáir giska á að Svíþjóð sé með flest dráp með byssu per íbúa í evrópu en tölurnar þar hafa bara rokið upp síðustu árin

Sverige topper listen over flest skuddræbte i Europa | Udland | DR

366 skudepisoder, 47 personer døde og 117 såret. Sådan lyder den svenske statistik for skudepisoder - og drab i 2020.

Og det er ikke en hvilken som helst statistik. Det er en statistik der fortæller, at Sverige er det land i Europa, med flest skuddræbte per en million indbyggere.

Grímur Kjartansson, 28.5.2021 kl. 01:41

2 identicon

Þetta er einfaldlega rangt. https://en.wikipedia.org/wiki/List_of_countries_by_firearm-related_death_rate

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 28.5.2021 kl. 22:51

3 Smámynd: Már Elíson

Þorvaldur - Óskiljanleg skrá, gömul og ómarkviss. - Segir okkur ekkert. Komdu með tölur.

Már Elíson, 29.5.2021 kl. 06:52

4 identicon

Hún er algerlega jafngild þvættingnum sem þú settir fram. Hér er önnur heimild, mjög of eð sama far. https://worldpopulationreview.com/country-rankings/gun-deaths-by-country

Þorvaldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 30.5.2021 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband