Fárviðri á fyrrum "framtíðar flugvallarstæði" í gær.

Í ástríðufullri eftirsókn eftir því að leggja Reykjavíkurflugvöll niður hafa komið upp fjölbreytt "framtíðar flugvallarstætði" hjá þessum trúarsöfnuði. 

Nú síðast er það svonefnt Hvassahraun, svæði sem er í raun ekki til undir því nafni, heldur hefur það frá öndverðu heitið nöfnum eins og Afstapahraun, Rjúpnadalahraun eða Almenningur. 

Hvassahraun er heiti á húsi, eyðibýli, en ekkert hraun heitir því nafni. 

Þar á undan, milli 2006 og 2014 var blásin upp mikil herferð fyrir stæði fyrir innanlandsflugvöll á Hólmsheiði, í tæplega 150 metra hæð yfir sjó og tvöfalt til þrefalt nær 700-900 metra háum fjöllum en núverandi Reykjavíkurflugvöllur er. 

Þar að auki hefði aðal flugleiðin inn til Hólmsheiðarvallar í algengustu rok vindáttinni orðið yfir Vogahverfið, Grafarvogshverfi, Úlfarsdalshverfið og Grafarholtshverfið. 

Andstæðingum Reykjavíkurflugvallar hömuðust í áróðri sínum fyrir Hólmsheiðarflugvelli þangað til skyndilega var svo komið að þar var risið ríkisfangelsi.

Austsuðaustan rok er algengasta rokvindáttin á höfuðborgarsvæðinu og síðdegis í gær kom dæmilegt áhlaup. 

Lærdómsríkt var að sjá mismuninn á Hólmsheiði og öðrum veðurstöðvum.  

Á Reykjavíkurflugvelli komst vindurinn 25 metra á sekúndu í verstu hviðum, en á Hólmsheiði var samsvaranditala 37 metrar á sekúndu, sem jafngildir fárviðri. 

Þetta var 50 prósent hvassara veður en var á Reykjavíkurflugvelli. 

Það var ekkert einsdæmi, heldur vöruðu kunnugir menn við því að svona gerðist oft á hverju ári þegar umræðan um Hólmsheiðarflugvöll stóð.   

Umræðan um Hólmsheiðarflugvöll breyttist nánast a einum degi þegar andstæðingar Reykjavíkurflugvallar skiptu því út fyrir Hvassahraunsflugvöll.

Þar er nálægð við meira en 600 metra há fjöll álíka áberandi og á Hólmsheiði en við það bætist nálægð við virkar eldstöðvar í nokkurra kílómetra fjarlægð, sem ekki er fyrir hendi á Hólmsheiði.  

 


mbl.is Veðrið kom aftan að veðurfræðingum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Röksemdir þínar, Ómar, sem hafa komið fram í skrifum þínum aftur og aftur varðandi Reykjavíkurflugvöll, halda. Þess vegna er ég í sama trúarsöfnuði og þú í þssu máli.

Guðmundur Örn Ragnarsson (IP-tala skráð) 29.5.2021 kl. 22:11

2 identicon

 Hvassahraun er innsta jörðin á Vatnsleysuströnd.

Björn S. Stefánsson (IP-tala skráð) 29.5.2021 kl. 22:20

3 Smámynd: Halldór Jónsson

Engum nema fólki af greindarstigi Dags B., Holu-Hjálmars og Sigurborgar Óskar getur dottið í hug að reyna að halda fram sem jöfnum og skynsamlegum valkostum Reykjavíkurflugvelli og uppbyggingu hans og Hólmsheiðarflugvelli og Hvassahraunsflugvelli. Það þarf afreksfólk í ósvífni til slíks. 

Halldór Jónsson, 30.5.2021 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband