"Ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana."

Íslendingar hafa í meginatriðum verið langt á eftir öðrum þjóðum í meðferðinni á einstæðu náttúruverðmætum landsins. Þetta hefur blasað við í kynnisferðum um þjóðgarða, vernduð svæði og virkjanasvæði í fjölmörgum löndum beggja vegna Atlantshafsins. 

Þegar Ragnheiður Elín Árnadóttir hugðist koma á svipuðu fyrirkomulagi hér á landi varðandi gjaldtöku fyrir sjö árum kom í ljós alveg einstök andstaða við allar tilraunir til slíks hér á á landi og hugmyndin var steindrepin. 

Rökin sem beitt var í andstöðuni, meðal annars að slíkt væri "niðurlæging og auðmýking" fyrir innfædda Íslendinga, voru í hrópandi andstöðu við það sem ritað er stóru letri á náttúrupassa Bandaíkjamanna, frelsisunnandi þjóðar:  "Stoltur þátttakandi."

Og enn eru svipuð rök blásin upp í umræðunni um hálendisþjóðgarð og notuð hin verstu orð; ofríki, frelsissvipting og þaðan af verra. 

Hveraröndin í Mývatnssveit er eitt þeirra svæða, sem lengi hefur mátt hafa áhyggjur af vegna takmarkalítils ágangs ferðamanna. 

Nú virðist að birta til í þeim efnum og er fagnaðarefni ef búið er að finna leið til þess að láta orðtakið góða ganga þar í gldi: "Það er ekki bæði hægt að eiga kökuna og éta hana."


mbl.is Framkvæmdir og gjaldtaka við Hveri í Mývatnssveit
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Grímur Kjartansson

En allt þetta fellur undir auðlindaákvæðið hjá Katrínu sem enginn virðist vilja samþkkja


" Auðlindir náttúru Íslands tilheyra íslensku þjóðinni. Þær skal nýta á sjálfbæran hátt til hagsbóta landsmönnum öllum. Ríkið hefur eftirlit og umsjón með meðferð og nýtingu auðlindanna"

Grímur Kjartansson, 30.5.2021 kl. 20:56

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Lagatæknar valdaaflanna hafa hamast gegn því að notað sé ótvírætt alþjóðlegt hugtak, sustainable developement, sjálfbær þróun, um nýtingu auðlindanna og sömuleiðis eru hin stórmerku og stefnumarkandi ákvæði úr Þingvallalögunum um að þetta sé þjóðareign sem aldrei megi veðsetja eða selja eitur í beinum þeirra sem vilja eilíft líf stjórnarskrárinnar sem Kriestján 9 lét gera fyrir okkur 1874 og var meginhluta byggð á dönsku stjórnarskranni frá 1849.   

Ómar Ragnarsson, 30.5.2021 kl. 22:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband