31.5.2021 | 06:17
Sýnir hve teflt er á tæpt vað.
Þrátt fyrir þá miklu fjármuni sem fer í heilbrigðis- og velferðarkerfi nútíma þjóðfélags sýna ýmsir flöskuhálsar í flæði þess glögglega, að vegna stærðar þess og fjölbreytileika er víða teflt á afar tæpt vað.
Einnig kemur í ljós hve furðu lítill munur er á þanþoli kerfisins í heild og einnig á einstökum sviðum þess og á þanþoli hins margfalt einfaldara og ófullkomnara heilbrigðiskerfis fyrri tíma, svo sem í spænsku veikinni fyrir rúmri öld.
Skurðaðgerðum frestað á LSH | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Við Íslendingar höfum vanizt þeirri hugmyndafræði að þegar eitthvað brýnt liggur fyrir er bara gengið í það og fleiri fengnir í verkin, minna hugsað um að hvíla sig eða há laun. Þannig hefur það verið á tímum spænsku veikinnar.
Nú er þetta svo mikið vandamál, styttri vinnutími, er aldrei verið að þrengja að réttindum starfsfólksins, osfv? Hin eigingjarnari sjónarmið fylgja auknum réttindum. Dýrara heilbrigðiskerfi ekki endilega betra, það er spurningin.
Ingólfur Sigurðsson, 31.5.2021 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.