6 prósent hrökkva skammt.

Í frétt um sölu nýrra fólksbíla í maí hér á landi er sagt, að 6 prósent þeirra hafi verið hreinir rafbílar. Invikta og Tazzari

Heldur fleiri, 9,1 prósent, eru þeir bílar sem flokkast sem tengiltvinnbílar, en það er algerlega háð notum eigendanna, hve mikið rafknúni parturinn af akstrinum er nýttur. 

Mjög verður að telja vafasamt að flokka tvinnbíla með enga tengilmöguleika, sem nýorkubíla, því að ávinningurinn af notkun þeirra varðandi kolefnissporið er ekkert meiri en ef keyptir eru dísilbílar af svipaðri stærð. 

16 prósent innfluttra bíla voru tvinnbílar án tengilmöguleika, en tæknilega ómögulegt er að setja innlenda raforku á þá, heldur er orka aðkeypts bensíns á bensinknuínn hreyfil bílsins eingöngu notuð til þess.   

Síðan er alveg ótalinn sá ávinningur sem getur verið af því að laga samsetningu bílaflotans betur að þörfinni fyrir akstur hentugra ökutækja af ýmsum stærðum og gerðum, svo sem í borgarakstri. 

Nú er í gangi gríðarleg gerjun í gerð mjög fjölbreyttra farartækja á því sviði, svo sem tveggja sæta rafbílum, en laga þarf umhverfi opinberra gjalda og trygginga að breyttri samsetningu bílaflotans hjá einstaklingum, fjölskyldum og fyrirtækjum. 

Vitað er um fjóra álíka stóra tveggja sæta rafbíla, sem fluttir hafa verið inn til landsins, tvo Tazzari Zero og tvo Invikta S2, og er sá nýrri, Invikta, sá hærri á þessari mynd.

Þessir bílar hafa nóg farþega-, farangursrými og önnur þægindi fyrir tvo, ná 90km/klst hraða og drægnin við íslenskar meðalaaðstæður er 110 kílómetrar fyrir Invikta en 90 km fyrir Tazzari samkvæmt athugunum síðuhafa. 


mbl.is 152% aukning bílasölu í maí
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Sem sýnir að meirihluti landsmanna gefur lítið fyrir samkundu fjörtíuþúsund fíflanna í París og ályktanir hennar um kolefnisbullið. Geldingadalsgosið losar margfalt CO2 á við allan bílaflotann og Kötlugígurinn í hvíld miklu meira en það á hverjum degi eða 28.000 tonn! Hvað kemur uppúr hinum eldfjöllunum? Er ekki skurðafylling umhverfisráðherrans sem enginn kaus hlægileg í slíku samhengi? 

Heimurinn myndi svelta í hel ef ekki væri fyrir jarðefnaeldsneytið. CO2 gerir jöðrina græna.  

Halldór Jónsson, 2.6.2021 kl. 16:45

2 identicon

Eldfjöll hafa frá örófi alda spúð CO2 út í andrúmsloftið. Þessi virkni hefur vart verið meiri síðustu 150 árin en aldirnar þar á undan. Þó hefur CO2 styrkur í gufuhvolfinu stóraukist á þessum tíma. Hvað veldur?

Halldór Jónsson o.fl. hefðu gott af að fá smá kennslustund í loftslagsfræðum, hér er hún í boði:                          Klimawandel – der CO2-Beweis | Harald Lesch           

Hörður Þormar (IP-tala skráð) 2.6.2021 kl. 17:29

3 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Aðeins 5 prósent af því þurrlendi, sem breytt hefur verið í votlendi hingað til ér á landi, var í notkun.  Um allt land eru jafnvel heilu dalirnir þaktir skurðum, þar sem nú eru ýmist eyðibýli eða þurrt land, sem ekki var notað. 

Með áframhaldandi rányrkju á óendurnýjanlegum jarðefnaeldsneytisgjöfum jaröar verða þessar auðlindir að mestu gengnar til þurrðar á þessari öld. 

Og hvað þá, Halldór? Þú ert búinn að svara því þannig að þá myndi "heimurinn svelta í hel."

Ómar Ragnarsson, 2.6.2021 kl. 17:53

4 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Ein lítil og ómótmælanleg staðreynd:  Jarðarbúar, aðrir er Íslendingar eru 25 þúsund sinnum fleiri en Íslendingar. 

Endurtek hlutfallið:  1 á móti 25000. 

Ómar Ragnarsson, 2.6.2021 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband