Hundruð milljarða króna fara forgörðum í byggingariðnaðinum.

Einnota neyslumenning er lýsing Önnu Maríu Bogadóttur á íslenskum byggingariðnaði, og dæmin eru bæði mörg og stór í gegnum tíðina. Blokk 12 hæða

Sem dæmi má nefna einingahús, sem flutt voru til landsins og voru hönnuð fyrir allt aðrar veðuraðstæður er hér eru en seldust ljúflega af því að söluverðið virtist hagstætt, en byggðist á skammsýni sem kallar á að húsin verði ónýt á fáum áratugum. 

Árum saman var sparað á Landsspitalanum með því að vanrækja viðhald, en útkoman að lokum varð milljarða tjón vegna þessarar skammsýni.  

Fréttir af myglu og öðrum stórskemmdum á tiltölulega nýjum húsum eru að verða að eilífðarmáli. 

Stundum deilist ávinningur af framförum ekki alveg rétt niður. 

Á árunum 1958-1960 reisti byggingarsamvinnufélag stórmerka 12 hæða íbúðablokki við Austurbrún og svipuð blokk var þá í smíðum við Sólheima. 

Austurbrúnarblokkin var svo snilldarlega einföld að síðuhafi getur rissað hana upp fríhendis á blaði eða servíettu. 

Í annars stórgóðum þáttum Egils Helgasonar í sjónvarpi um íslensk hús gleymdust Austurbrúnarblokkirnar þrjá því miður.  

Sparnaðurinn við hverja blokk sést vel á tímanum, sem tók að reisa þær með skriðmótunum, sem voru nýjung.  

Fyrsta hæðin reis á tæpum mánuði, önnur hæðin á þremur vikum, þriðja hæðin á hálfum mánuði og tíminn styttist enn meira með hverri hæð.  

En innan byggingarsamvinnufélagsins skiptist ábatinn ekki alveg jafnt á milli félagsmanna, sem áttu þess kost að vinna gegn kaupi við bygginguna. 

Iðnaðarmennirnir í félaginu fengu greitt eftir uppmælingu en aðrir félagsmenn eftir tímakaupi. 

Það var svosem ekkert aðalatriði í okkar augum heldur máttu samheldnin og baráttuandinn sín mest.

Myndin hér að ofan er að vísu ekki af Austurbrúnarblokk heldur líkast til af blokk við Sólheima, þar sem skriðmótin nuu sín líka vel.    

Heildarmyndin var skýr: Á einfaldan hátt var framkvæmd bylting sem var akkur fyrir almannahagsmuni. 


mbl.is Byggingariðnaðinn skorti framtíðarsýn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Sigurðsson

Það er eins með byggingar og annað, einnota hugsun er ríkjandi, enda selur hún mest og er því "best fyrir hagvöxtinn".

Sjálfur bý ég í 50 ára steinsteyptri blokk þar sem steypumölin er fengin í nágreninu og innveggir eru hlaðnir úr eldfjallavikri, aldrei hefur verið skipt um svo mikið sem þakplötu og mygla hefur ekki verið vandamál.

Á rúmlega 10 ára blokk sem blasa við útum stofugluggann minn sé ég iðnaðarmenn við þakviðgerðir á flötu þaki og mygla hefur verið þar vandamál í veggjum klæddum með innfluttu gipsi, vandamálið er hinn "íslenski útveggur" eins og fræðingarnir orða það. 

Það er mikið gert af því að tala niður gamla byggingahefð nú um mundir s.s. sement og steinsteypu, og víða um sveitir landsins er jarðýtan farin að varðveit byggingasögu steypunnar á svipaðan hátt og torfbæjanna sem veittu skjól í þúsund ár. 

Vandmálið er hvorki steinsteypan, sementið né hinn "íslenski útveggur" vandamálið er einfaldlega það að fræðingar og þeir sem lifa á innflutningi hafa náð allt og miklum áhrifum á kostnað húseigenda sem er orðið ófært að byggja sér þak yfir höfuðið.

Skemmtilegt að þú skulir minnast á skriðmót Ómar.

Magnús Sigurðsson, 2.6.2021 kl. 06:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband