4.6.2021 | 23:56
Mögnuð eineltisárátta og eftirásigrar.
Árum saman stóð Donald Trump fyrir dæmalausri eineltisaðför að Barack Obama varðandi það að hann væri ekki Bandaríkjamaður heldur Keníamaður og væri því ólöglegur að ðllu leyti sem frambjóðandi til forsetakjörs og sem forseti.
Svo ákafur og friðlaus var Trump í þessari herferð, að hann lét sig ekki muna um að hundelta Obama til þess að ráðast á hann og eyddi í það miklu fé og fyrirhöfn.
Margir voru þá undrandi yfir þessu, en þegar litið er til baka, var þetta aðdragandi að því að Trump byði sig sjálfur fram og reyndi hvað hann gæti að ryðja öllum þeim burtu, sem gætu staðið í vegi fyrir honum.
Þegar hann hóf herferð sína gegn Joe Biden áður en Biden væri neinst staðar á blaði sem líklegur til að sigra í prófkjörsbaráttunni var það augljóslega fyrirfram vandlega úthugsuð aðgerð byggð á ævilengri áráttu Trumps og meira að segja viðurkenndri af honum sjálfum.
Síðuhafa er ekki kunnugt að hve miklu leyti Trump notaði facebook til herferðarinnar gegn Obama, en hann hefur stanslaus haldið uppi svipaðri herferð á facebook þess efnis að hann hafi verið yfirburða sigurvegari í síðustu forsetakosningum en andstæðingarnir hefðu "rænt kosningunum" með svívirðilegum lögbrotum.
Trump hlýtur að verða líklegur til að vinna þann titil, ef hann verður settur á fót, að búa yfir langlífustu og flestu eftirásigrum í veraldarsögunni, jafnt í kosnigum sem í ótal gjaldþrotum og málaferlum og jefnvel íþróttakeppnum.
Trump í tveggja ára Facebook-bann | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það veldur mér vonbrigðum að heyra þig af öllum mönnum koma ritskoðun facebook til varnar og rökstuðningurinn harla fátæklegur.
Það er annað uppi á teningnum nú, heldur en þegar viðtöl og fréttir af Stormy Daniels voru vinsælustu fréttirnar á þessum helsta "fánabera ritfrelsis og frjálsrar fjölmiðlunar" allt frá fyrsta degi Trump´s í embætti.
Jónatan Karlsson, 5.6.2021 kl. 10:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.