Stærðin, sem gleymist: Flatarmálið sem bílarnir taka.

Í öllum því gríðarlega flæði af umræðum umferðarmálin, er ein stærð og staðreynd, sem drukknar alveg í rökræðuflóðinu: Flatarmálið af malbiki sem hátt í 200 þúsund bílar landsmanna taka. 

Þetta dýra flatarmál felst ekki aðeins í þeirri staðreynd að samanlögð lengd þeirra 100 þúsund bíla sem streyma til dæmis yfir Elliðaárnar eftir Miklubrautinni á dag, er 450 kílómetrar, og þá er ekki talið með það rými sem þarf að vera á milli þessara þúsunda bíl. 

Ekki má gleyma því flatarmáli, sem þarf undir þessa bíla á meðan þeir eru kyrrstæðir á bílastæðunum.  

Meðal bílastæði er 5 metra langt og 2,50 á breidd, eða 12,5 fermetrar.  

Samanlögð lengd stæðanna er 1000 kílómetrar og samanlögð breidd 500 kílómetrar. 

Flatarmálið er samtals 2,5 ferkílómetrar og ef reikna á með því að hægt sé að aka inn og út frá þessum stæðum, eru 5 ferkílómetrar líklegast nauðsynlegir. 

Það er þrefalt stærra svæði en allt svæðið sem Reykjavíkurflugvöllur tekur.  

Með því að stytta meðallengd bílanna, eins og gert hefur verið í stórum stíl í Japan með ýmsum ívilnunum fyrir minni bílanna, má bæði fjölga bílum og spara mikið fé. 

Og sparanaðurinn af því að nota bifhjól og reiðhjól í auknum mæli blasir líka við.  


mbl.is Dýrasta bílastæði heims á 158 milljónir króna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef mér skjöplast ekki er flatarmál 200.000 bíla 2,5 ferkílómetrar. 2,5m x 5m x 200,000 bílar.

Flatarmál Reykjavíkur til samanburðar ku vera 273 Km2.

sigurður jón björnsson (IP-tala skráð) 6.6.2021 kl. 10:19

2 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Eins og sést, var ég á öðrum tímanum í nótt að pikka þetta niður og skal leiðrétta þetta núna þótt seint sé.  

Ef 2,5 km2 er rétta talan verður samt að athuga það, að akstursleiðir inn í stæðin taka annað eins að lágmarki. Þá erum við komin í 5 ferkílómetra, sem er meira en þrefalt meira svæði en Reykjavíkurflugvöllur tekur. 

Ómar Ragnarsson, 6.6.2021 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband