Víða erlendis má sjá hve mikil rækt er lögð við menningarminjar. Við Stiklastað í Noregi er hægt að vakna að morgni í umhverfi, sem hefur verið viðhaldið í svipuðu fari og það var í smálþorpi rétt fyrir aldamótin 1900 og fylgjast með því hvernig mannlífið fer á stjá í birtingu rétt fyrir tíma bílanna og margs annars á okkar tímum.
Á Íslandi hefur aðeins verið gert eitt lag um þetta, lagið Lugta-Gvendur.
Víða um Noreg má sjá við haldið gömlum fjallvegum sem dýrmætum minjum um horfna tíð, svo sem hinn bratta vegi um Strynefjallið.
Hér á landi finnst lítil samsvörun við Kattarhrygg í Norðurárdal, en alveg hefur gleymst að auglýsa og útbúa aðgengi að því einstæða samblandi náttúruvættis og mannvirkis.
Nú er um hálf öld liðin síðan leiðin yfir Hellisheiði var færð í núvernaid horf og farin ný leið um Kamba, sú þriðja frá upphafi þess vegarkafla.
Eftir sitja leifar af þremur mismunandi gerðum vega, þar sem tveir þeirra mætast á hinni einu og sönu bröttu Kambabrún.
Af henni er til merk mynd af Friðriki 8 koningi og Hannesi Hafstein ráðherra ríðandi upp á brúnina í konungsheimsókninni 2907.
Elsti vegurinn er mjög mjór og krókóttur mestalla leiðina og brattinn er um 12 prósent.
Síðar var gerður beinni kafli með svipuðum bratta sem var notaður fram yfir 3970.
Þá var lagður núverabdu vegur talsvert norðar til þess að minnka hallann niður í 8 prósent og gera beygjurnar það aflíðandi, að 90 km hámarkshraði yrði leyfilegur.
Laga þyrfti gömlu vegina og gera kleyft fyrir fólk að fara í rólegheitum upp þá til þess að upplifa gamla tíma, þegar stundum sauð á vélum bílanna og menn stöldruðu við á Kambabrún til að fá sér hressingu eftir að hafa komist þarna upp.
Hætt við að malbika Kambana | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það er greinilegt að margir eldri ökuþórar (sem fer því miður fækkandi) bera enn mikla virðingu fyrir hinum frægu Kömbum, sem sést á því hvað þeir hægja mikið á niðurleiðinni, þrátt fyrir aflíðandi beygjur á núverandi útgáfu Kamba.
Annað oftar en ekki, skemmtilegt fyrirbæri á leiðinni austur fyrir fjall, sem er að miklu leyti svo kallaður tveir plús einn, er að fremsti bíll ekur á rúmlega áttatíu með lest á eftir sér á löngum einbreiðum kafla, en þegar vegurinn verður loks tvíbreiður, þá er það eins og við manninn mælt, að lestarstjórinn gefur í og eykur hraðann í nágreni hundraðs.
Jónatan Karlsson, 7.6.2021 kl. 17:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.