Breyttar línur og fylgisflutningar?

Íslensku stjórnmálaflokkarnir eru það margir, að það sýnast vera mikil takmörk fyrir því fylgi, sem  hver og einn geti sótt sér. 

Þannig hefur Miðflokkurinn sótt inn á svipuð mið og markhópur hægri manna í Sjálfstæðisflokknum gerir, en þar hafa nú horfið frá borði öflugt fólk í prófkjörinu í Reykjavík. 

Þarna kann að opnast möguleiki fyrir Miðflokkinn til að sækja sér fylgi, þannig að þrátt fyrir tilkomu nýrrar, ungrar og öflugrar konu í fremstu línu Sjalla kunni fylgisaukning á þeim hluta Sjálfstæðisflokksins að jafnast út við missi hægra fylgis yfir til Miðflokksins. 

Svipað kann að verða að segja um það að framboð frammákonu í samtökum aldraðra, sem eru vaxandi hópur, fékk ekki eins mikið gengi og búast hefði mátt við.  

Það er svo sem ekki bara í Sjálfstæðisflokknum sem sviptingar á framboðslistum kunna að hafa mikið að segja. 

Það gildir jafnvel enn frekar hjá Vinstri grænum, þar sem miklar breytingar verða í forystusætum í mörgum kjördæmum. 

Og síðan verður fróðlegt að sjá hvað hið ákveðna útspil Samfylkingarinnar í ESB-málum mun hafa á fylgi hennar og Viðreisnarinnar í kosningunum. 


mbl.is Einn besti árangur nýliða í prófkjöri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband