Óþarfa tafir vegna framkvæmda voru komnar fyrir slysið.

Fréttin um umferðartafir í Reykjavík vegna bílslyss á Miklubraut nú síðdegis er að vísu rétt út af fyrir sig, en þar á undan voru miklar umferðartafir í Reykjavík vegna gatnaframkvæmda, sem fyrst og fremst urðu vegna allsendis ófullnægjandi merkinga þar sem ökumenn voru afvegaleiddir í stórum stíl. 

Þetta er ekki í fyrsta skipti sem svona gerist, heldur virðist það viðtekin venja, að ökumenn fái ekki að vita um lokunina fyrr en þeir eru komnir að henni í stað þess að hafa fengið að vita um ástandið það snemma, að hægt væri að finna hjáleið miklu fyrr.

Gott, en einfalt dæmi um svona lagað er frá fyrri tíð þegar hægri beygja af Reykjanesbraut vestur í Garðabæ var lokuð vegna framkvæmda, en ekkert merki sem sýndi það fyrr en alveg rétt hjá. 

Það olli því að ökumenn sem ekki vissu að aðreinin væri lokuð, en ætluðu til dæmis í kirkjuathöfn í Vídalínskirkju, urðu að aka suður í Hafnarfjörð, þaðan til vesturs í Engidal, enn til hægri norður Hafnarfjarðarveg, aftur til hægri um Vífilsstaðaveg til kirkjunnar, alls um fjögurra kílómetra leið. 

Þessi árátta hér á landi stingur í stúf við þá natni, sem sýnd er erlendis við að láta ökumenn vita nógu snemma af því ef þeir þurfa að fara hjáleið.  


mbl.is Miklar tafir á umferð í Reykjavík sökum bílslyss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband