8.6.2021 | 18:37
Gamalkunnir taktar hjá andstæðingum stærstu umbótamála.
Með hverri vikunni, sem líður, glyttir betur í gamalkunnug brögð flokkanna sem stjórnuðu landinu 1995-2007 og síðan aftur 2013-2016, til þess að stöðva framgang framfaramála.
Þau hafa falist í því að nota sem flestar aðferðir í bókinni til að tefja fyrir helstu umbótamálum okkar tíma, nýrri stjórnarskrá, auðlindaákvæði með sjálfbærri þróun og þjóðareign auðlinda og náttúruverndarmálum á borð við stofnun hálendisþjóðgarðs.
Þetta virðist þeim ætla að takast og ætti enginn að vera undrandi út af því að þrátt fyrir ákvæði í stjórnarsáttmála, var augljóst að þessi helstu mál Vg í stjórnarsáttmálanum yrðu fyrir borð borin á sama tíma og mál Sjalla og Framsóknar svo sem sala banka og framkvæmdir á valdsviði formanns Framsóknar fengju brautargengi.
Á árunum 2011-2013 var beitt lengsta málþófi í sögunni auk óralangra málalenginga í þingnefnd til þess að eyða málinu og koma því fyrir kattarnef.
Nú, níu árum eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um málið stefnir í enn einar ógöngurnar í því máli á þingi.
Þjarmað að Katrínu á þingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það skiptir engu máli hvort frumvarp stjórnlagaráðs hefði verið samþykkt á Alþingi fyrir kosningarnar 2013.
Samkv. gildandi stjórnarskrá þurfti að samþykkja það aftur eftir kosningarnar. Þá var kominn nýr meirihluti sem hefði fellt það.
Hörður Þormar (IP-tala skráð) 8.6.2021 kl. 22:11
Svo virðist sem fáir geri sér grein fyrir því að áður en þingmenn taka sæti á Alþingi þurfa þeir fyrst að sverja eið að stjórnarskrá.
Þeirri stjórnarskrá sem í gildi er. Engri annarri.
Guðmundur Ásgeirsson, 8.6.2021 kl. 22:58
Samkvæmt þeirri stjórnarskrá sem nú er hafa verið gerðar breytingar á henni í samræmi við ákvæði, sem í henni gilda um þau efni. Það er ekkert í þerri stjórarskrá, sem í gildi er, sem bannar að þingmenn breyti henni.
Ómar Ragnarsson, 9.6.2021 kl. 23:10
Nei það er ekkert í þeirri stjórnarskrá sem í gildi er sem bannar breytingar á henni. Þvert á móti er það heimilt með því að tvö þing í röð samþykki þær breytingar með kosningum á milli. Sú heimild er tæmandi.
Það er hins vegar ekkert í stjórnarskrá sem heimilar afnám hennar með öllu til að setja hennar í stað "nýja stjórnarskrá". Þvert á móti er komið í veg fyrir það með því skilyrði að þingmenn sverji eið að stjórnarskrá, því ef þeir myndu afnema hana með öllu væri sá eiður hafður að engu.
Kannski láta sumir sér þetta í léttu rúmi liggja, en þá er ekkert sem segir að þeir sömu muni ekki líka hafa "nýja stjórnarskrá" að engu.
Af góðum ástæðum á að vera erfitt að breyta stjórnarskrá. Af sömu ástæðum á að vera mun erfiðara að afnema hana með öllu.
Guðmundur Ásgeirsson, 9.6.2021 kl. 23:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.