9.6.2021 | 12:43
Minnir á "gatið" austan við gatnamót Laugavegar og Nóatúns.
Sum gatnamót eru þannig í sveit sett að þau eru vandræða í notkun og þar að auki með fleiri óhöppum en eðlilegt er.
Um eitt slíkt, "gat" í gegnum miðeyju á Laugavegi rétt austan við gatnamótin við Nóatún, stóð styrr árum saman vegna þeirrar slysatiðni sem þar var.
Þegar banaslys varð þar, var gatinu loksins lokað. En ekki fyrr.
Mörgum hefur um áraraðir sjálfsagt verið starsýnt á það vandræðraástand, sem ríkir oft á þessum stað, og hefur endurspeglast í hárri tíðni óhappa, árekstra og slysa.
Inni í gatnamótunum skerast leiðir ökutækja, sem koma úr mörgum áttum, en einmitt við slíkar aðstæður blómstrar léleg umferðarmenning okkar Íslendinga.
Margir borgarstjórnarmeirihlutar hafa verið við völd í þá áratugi sem liðnir eru síðan þessi vandræða gatnamót urðu til, og það er héðan af út í hött að vera að finna út hver var við völd þegar tekin var ákvörðun um að hafa þau þarna.
Hitt blasir við að slysatjón úr hófi fram er ekki réttlætanlegt.
Og það er lika ámælisvert að setja hvergi upp merkingar þarna í nágrenninu sem tilkynna um þær breytingar, sem þarna er verið að gera.
Varanleg lokun við gatnamót Lágmúla og Háaleitisbrautar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Það mætti líka alveg stöðva innakstur af hliðargötu með vinstri beygju allsstaðar milli hringtorga t.d. í Borgartúninu
Grímur Kjartansson, 9.6.2021 kl. 15:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.