Minnsta kosti sex stórmál stjórnarinnar stefna í svæfingu eða dráp í dróma.

Eftir að stjórnarsáttmálinn var undirritaður fyrir fjórum árum og stjórnin með að því er virtist tryggan meirihluta, hefði mátt ætla að helstu málin í sáttmálanum yrðu afgreidd á því heila kjörtímabili, sem framundan var. 

En það leið ekki á löngu þar til að orðalag forsætisráðherra þegar hún svaraði spurningum um framgang málefnanna, fór að verða loðið og uppfullt af tískuorðum sem notuð eru þegar verið er að reynt er að lýsa svonefndum samræðustjórnmálum. 

Nú er í viðtengdri frétt minnst á minnst sex stórmál, sem verði svæfð fyrir þinglok, og eru það einkum stærstu mál Vinstri grænna sem verður ekki einu sinni haldið á lífi í öndunarvél, heldur hreinlega send í heilu lagi til baka til föðurhúsa ráðherra.

Greinilega hefur komið í ljós, að vífillengjurnar um þessi mál strax fyrstu ár kjörtímabilsins þýdddu aðeins það eitt, að þær fælu aðeins í sér undanbrögð til að komast hjá því að taka á þeim málum, sem aldrei myndi hleypt í gegn. 

2013 sögðust Árni Páll og Katrín hafa gefið stjórnarskrármálinu góðan grundvöll fyrir framgang. Núna, átta árum síðar, hefur því máli ekki miðað neitt.  


mbl.is Ríkisstjórnin sögð svæfa stóru málin vegna ágreinings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ef þessi Miðhálendisþjóðgarður hefði verið samþykktur af ríkisstjórninni hefði það orðið ljótasta dæmið um hrossakaup stjórnmálanna þar sem mikill meirihluti landsmanna er alfarið á móti þessum þjóðgarði. Sem betur fer varð það ekki.

Jósef Smári Ásmundsson (IP-tala skráð) 10.6.2021 kl. 06:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband