10.6.2021 | 08:22
Nokkurn veginn sömu fréttirnar af bráðadeildinni og fyrir fimm árum.
Fyrir fimm árum voru fréttir af bráðamóttöku Landsspílans daglegt brauð í fjölmiðlum og náðu hámarki með nafnasöfnun Kára Stefánssonar þar sem gríðarlegur stuðningur við stóraukningu fjárframlaga til heilbrigðiskerfisins var einstaklega athyglisverður.
Á þeim tíma gat það ekk i farið fram hjá neinum, sem þurfti á hjálp spaítalans að halda, hvílíkt neyðarástand ríkti þar langtímum saman.
Verst var þó að sjá og heyra því haldið fram í fjölmiðlum, að um "leiksýningu" starfsfólksins væri að ræða.
Og einnig að hækkun í krónutölu á fjárveitingum var talin sýna að allt væri í þessu fína lagi.
Nákvæmlega það sama virðist vera að gerast núna með eitraðri blöndu af skorti á hjúkrunarrými í öllu kerfinu.
Öldruðum hefur haldið áfram að fjölga allan tímann og auðvitað hefur ástandið sífellt versnað.
Það ræður ekkert bráðasjúkrahús við svona | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Að moka fjármunum í spítalana eins og gert hefur verið undanfarin á hefur ekki komið sjúklingum eða starfsfólki á gólfinu til góða-allt hefur farið í yfirbyggingu stjórnunar
Úttektir hafa verið gerðar á þessu ráðslagi og hörð gagnrýni frá fólkinu á gólfinu (læknum og hjúkrun
Gera verðu heildarúttekt á öllum rekstrinum af utanaðkomandi aðilum-áður en farið er að moka meira fé þarna inn
Sævar Helgason, 10.6.2021 kl. 10:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.