10.6.2021 | 21:14
Hinn endinn á rafbílavæðingunni, sem ekki má gleymast.
Innflutningur á rafbílum er að sönnu eitt megin viðfangsefnið í orkuskiptunum og kolefnisbúskap landsmanna.
En það atriði er aðeins annar endinn af tveimur, sem skiptin felast í.
Hinn eru hleðslustöðvar fyrir alla þessa rafbíla.
Í umræðum á facebook síðu um rafbíla hefur mátt sjá settar fram áhyggjur áhugafólks um rafbíla varðandi skort á hleðslustöðvum fyrir þá, sem gæti orðið alvarlegur þrándur í götu þeirra hér á landi.
Því eru það góðar fréttir og vonandi fleiri á leiðinni, að í gangi sé átak hjá orkusölustöðunum við þjóðveginn til þessa að mæta þeirri grundvallarþörf að jafnan sé á boðstólum nægt framboð á raforku á nógu mörgum stöðum til þess að rafbílavæðingin tefjist ekki.
N1 kaupir 20 hraðhleðslustöðvar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Hinn endinn er reyndar skortur á endurvinnslu allra þeirra fágætu efna jarðar sem notuð eru í framleiðslu lithium rafgeyma rafmagnsbíla. Þar stefnir í óefni. Vetnisbíla takk !
Stefán Auðunn (IP-tala skráð) 10.6.2021 kl. 21:33
Li-bílgeymum, sem ekki eru lengur nothæfir, er safnað saman í stórar rafhlöðusamstæður til þess að geyma umframorku frá vind- og sólarorkuverum. Þar munu þeir vera nothæfir í a.m.k. tíu ár, en verða þá settir í endurvinnslu.
Vetnið hentar ekki enn fyrir smærri bíla, en ef fréttir um nýjar geymsluaðferðir eru réttar þá á það bjarta framtíð sem orkugjafi fyrir öll farartæki.
Hörður Þormar, 10.6.2021 kl. 22:46
Wasserstoff Powerpaste – 10 mal höhere Energiedichte und ungefährlich - Zukunft der Mobilität
Hörður Þormar, 10.6.2021 kl. 22:50
https://newsroom.toyota.eu/toyota-mirai-breaks-world-record-for-distance-driven-with-one-fill-of-hydrogen/
Stefán Auðunn Stefánsson (IP-tala skráð) 12.6.2021 kl. 23:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.