Miklu glæfralegra en hjá áhorfendunum í Austur-Afríku Safari rallinu.

Einhver eftirminnilegasta upplifunin fyrir keppendur í Heimsmeistarakeppninni í rallakstri er hin geigvænlega nálægð við áhorfendur á sérleiðunum og nálægðin við trén í skógunum. 

Orðið hafa fjöldaslys og merkilegt er að mannskæð banaslys hafa ekki verið fleiri en raun ber vitni, en þar hefur reynsla mótshaldara og ökumanna nýst til að halda slíku nægilega niðri. 

Versta slíka stórslysið varð í Portúgal fyrir fjórum áratugum. 

Á þeim árum var skrautlegasta rallið í HM Austur-Afríku Safari rallið og margt þar alveg einstakt. 

Eitt af því var það uppátæki margra áhorfenda við sérleiðirnar að standa inni í leiðunum alveg þangað til keppnisbílarnir voru komnir svo nálægt þeim, að árekstr og stórslys virtist óumflýjanlegt.

Var makalaust að sjá hvernig þessir fátæku, berfættu og fátæku ofurhugar sluppu oft naumlega frá bilunum. Oftast var um keppni á milli þeirra að ræða, hver yrði síðastur að bjarga sér frá bráðum bana. 

Þetta var sýnt í sjónvarpi um allan heim og kvikmyndatökumenn lögðu sig að sjálfsögðu eftir því að ná sem bestum myndum af þessu hrikalega hættuspili. 

Á Vesturlöndum var stundum talað um þetta athæfi á niðrandi hátt þegar hinir hörundsdökku  frumbyggjar stunduðu þennan glæfraskap.  

Verða þau orð ekki höfð eftir hér en hitt má íhuga hvort eftirsóknin eftir sem bestum myndum af þessu hafi verið mikið gáfulegri. 

Á myndskeiði í viðtengdri frétt á mbl.is má sjá mann einn hætta lífi sínu með því að vera að klöngrast í nýrunnu og nýstorknuðu hrauni fyrir neðan gíginn í Geldingadölum og eiga fótum sínum og hundaheppni fjör að launa, þegar hraunelfurin brýst út úr gígnum og fer hamförum niður hallann óútreiknanlega leið. 

Samanburður við blökkustrákana í Kenía er ekki hraunhlauparanum á Íslandi í vil. 

Strákarnir eru þó fyrirfram búnir að æfa sig í sínu fífldirfskuatriði, þar sem allir bílarnir koma úr sömu átt á svipuðum hraða og æða áfram í svipaðri stefnu. 

Fyrir neðan gíginn í Geldingadölum er engu slíku fyrir að fara. Hraunflóðin koma æðandi á þann hátt að engin leið er að sjá fyrirfram hvaða leið þau muni fara og hve hratt þau belja áfram. 

Uppátækið er hreinlega kolklikkað. Rússnesk rúlletta. 


mbl.is Myndskeið: Hljóp undan flæðandi hrauninu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband