"Carpe Diem! Grípum daginn!"

LÍFIÐ ER NÚNA!

 

Carpe Diem! Grípum daginn!

Og gangi sem flest í haginn!

 

Er mótlæti´og áföll okkur þjaka 

til úrræða og varna þarf að taka

og þá sést oft, að þetta´er ekki búið,

því það fer saman, hamingjan og núið. 

 

Og þótt hamingjan sé ekki alltaf gefin

og óvissan sé rík og líka efinn

munum er við æviveginn stikum, 

að ævin, hún er röð af augnlablikum.  

 

Hver andrá kemur og hún fer, 

og einn og sér er dagur hver; 

hvort nýir góðir dagar koma´er óvíst enn. 

En lærdóm flytur fortíðin, 

sem felur í sér vísdóminn. 

"Svo lærir lengi sem lifir" segja menn.   

 

Lifum með lífinu eins og það er

og unum því, sem verður ei breytt,

en breytum því, sem er breytanlegt hér

í bæn og kjarki, sem frið getur veitt.

 

Því hver dagur svo einstakur er;

kemur ekki til baka þótt geymist í minni.

Hugrökk arka að auðnu´okkur ber

í æðruleysi og von hverju sinni. 

 

Hver ævi kemur og hún fer

og einn og sér er dagur hver. 

Með bæn í hvert sinn sköpum hamingjuna núna. 

 

Carpe Diem!  Grípum daginn!

Gangi sem flest í haginn! 

Missum ekki´á lífskraftinn trúna! 

Lífið er dásamleg gjöf

og lífið er núna¨!

 


mbl.is Lífið er eins og dýrgripur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Halldór Jónsson

Takk fyrir þetta Ómar, þú ert sannarlega skáld og spekingur.

Halldór Jónsson, 16.6.2021 kl. 01:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband