18.6.2021 | 07:09
Eftirsjá að Litlu kaffistofunni. Íslenskur Route 66?
Sú var tíð að vegurinn Route 66 var þjóðleið frá miðríkjum Bandaríkjanna allt vestur til Los Angeles.
Síðan voru lagðar mun stærri hraðbrautir, en þrátt fyrir það stendur Route 66 enn og er haldið við sem vinsælli ferðamannabraut.
Þar má sjá hliðstæður Litlu kaffistofunar, sem standa við leiðina og skarta myndum af Presley, Marilyn Monroe, James Dean og öðrum stórstjörnum frá rokkárunum, hægt að aka inn á gamaldags bensínstöðvar og skoða kaggana frá sjötta áratug síðustu aldar, hlusta á tónlistina og stökkva sextíu ár aftur í tímann.
Þegar Jeremy Clarkson kom til Íslands í kringum 1990 og gerði þátt fyrir Top Gear, kom hann að sjálfsögðu við í Litlu kaffistofunni og fékk sér kakó og viðeigandi viðbit, sem hefur verið við lýði þar um áratuga skeið og er ekki fáanlegt annars staðar.
Hinn íslenski Route 66 lægi um gamla veginn framhjá Svínahrauni og næsta áfangastað, sem helgaður væri hestvagnaöldinni milli 1890 og 1920 þar sem hægt væri að upplifa hana við endurreist hestvagnahótel á Kolviðarhóli og kóróna síðan ferðina í ferð niður gömlu Kambana.
Route 66 í Bandaríkjunum sýnir hvernig sumar viðskiptahugmyndir með endurvakningu frægra liðinna tíma geta verið framkvæmanlegar.
Litlu kaffistofunni lokað í júlí | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Og ekki má gleyma "Geitháls" en þar vann ég (held 1965) og þar var oft fjörugt á næturvöktum um helgar!
Sigurður I B Guðmundsson, 18.6.2021 kl. 10:52
Þegat ég var unglingur á Sandskeiði kom ég þarna stundum. Gísli kallaði staðinn kellingarskúr, sennilega vegna konununnar sem rak hann. Þegar ég fór að sviffljúga aftur eftrir nokkuð hlé uppúr 1990 varð það sport að fljúga frá Sandskeiði uppeftir. Þá var lent á gamla malarveginum sem var frekar mjór og þurfti nokkra nákvæmni í lendingunni. Ég er ennþá að sviffljúga og fæ alltaf einhverja fortíðarþrá þegar ég ég kem í kellingarskúrinn.
Friðjón Bjarnason (IP-tala skráð) 18.6.2021 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.