18.6.2021 | 19:34
"Þú ert þarna á þínum bíl, af því að ég er ekki á mínum bíl."
Víð í öðrum löndum setur mikil notkun bifhjóla svip sinn á borgarumferðina. Í mörgum borgum er víðtæk notkun slíkra farartækja forsenda þess að umferðin fari ekki í óleysanlegan hnút.
Svo ríkur er skilningurinn fyrir gildi bifhjólanna, að víða, svo sem í Brussel, er málaður stór afmarkaður ferhyrningur á göturnar næst umferðarljósunum, þar sem ætlast er til þess að bifhjólin safnist saman fyrir framan bílana á meðan beðið er eftir grænu ljósi.
Á þeim árum, sem síðuhafi hefur verið í hópi eigenda og notenda létta bifhjóla, hefur hann átt samtöl við bílstjóra fremst við umferðarljós og þar sem beðið er eftir grænu ljósi, og hafa hafa mörg samtölin verið athyglisverð, og hljómað á þessa lund.
B = bílstjóri. H = Ökumaður létts bifhjóls.
B: Hunskastu í burtu og farðu aftast í röðina, þar sem þú átt að vera.
H: Þú átt ekkert með að tala svona við mig. Veistu af hverju þú ert á bílnum á þeim stað, þar sem þú ert núna?
B: Já, ég er bara hér eins og lög gera ráð fyrir.
H: Nei, þú átt það mér að þakka að þú ert þarna, því að ef eg ég væri á bílnum mínum, væri ég á honum þar í staðinn fyrir þig. Með því að vera á hjólinu í staðinn fyrir bíl, er ég að gefa eftir eitt rými fyrir bíl hér í bílakösinni, til dæmis þitt.
Viðbrögð bílstjóra við svona orðaskiptum eru misjöfn. Flestir kinka kolli og segjast ekki hafa horft á málið í þessu ljósi.
Aðrir sýna engin viðbrögð, en svo eru þeir til sem halda áfram að vera reiðir.
Fólk á bíl græðir mest á þeim sem hjóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.