Stöðugt og meira þunnfljótandi hraunflæði getur síðar ógnað fleiru.

Frá upphafi gossins í Fagradalsfjalli heur hraun streymt stanslaust beint upp af allt að 17 kílómetra dýpi til yfirborðsins, og í nýjasta fasa þess óstöðvandi straums hefur hraunið orðið meira þunnfljótandi en áður. 8e.Grindav.vg beint.

Þegar síðuhafi fór í sérstaka ferð suðureftir, allt til Ísólfsskála, viku áður en gosið hófst, varð afraksturinn myhdasyrpa, tekin í átt til þá hugsuanlega komandi hraunflæðis, sem átti að sýna það, sem raunverulega blasti við: sú leið sem hraunstraumur gæti komið eftir ef gosið drægist á langinn. 

Nokkrar myndanna birtust þá hér á síðunni. 

Á efstu myndinni er horft til suðurs í átt til Svartsengis og Bláa lónsins,sem eru norðan Þorbjarnarfells, hægra megin við veginn. Fagradalsfjall er í fjarskanum vinstra meginn við veginn.

Það þýddi að orkuverið í Svartsengi, Bláa lónið og síðar Grindavík sjálf gæti staðið frammi fyrir ógn sem bregðast þyrfti við. Þetta eru gríðarleg verðmæti.  8c.Ísólfsskáli(2)

Til samanburðar má nefna að Surtseyjargosið stóð í þrjú og hálft ár og frá upphafi Kröfluelda liðu tæplega níu ár. Það má alveg líta á Kröfluleda sem níu aðskilin gos með bili á milli þar sem lokaniðurstaðan varð 35 ferkílómetra hraun, tíu sinnum stærra en Fagradalshraunið er nú. 

Það er því heldur betur verk að vinna fyrir aðgerðahópinn, sem hefur í raun birt ofangreinda stöðu. 

Á miðmyndinni er horft frá Suðurstrandarvegi norðan við Ísólfsskála í átt til þess svæðis þar sem hraunið stefnir nú í átt að veginum.8a, Ísólfsskáli Léttir8b.´Isólfsskáli (1)

Og næstneðsta myndin var tekin af eyðibýlinu Ísólfsskála viku fyrir upphaf gossins, og er bærinn vinstra megin við veginn. 

Á neðstu myndinni er horft til austurs, og væntanlegt hraunrennslissvæði er vinstra megin við Suðurstrandarveginn. 


mbl.is Suðurstrandarvegur getur lokast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband