Íslenskan útlæg í móttöku topphótels. Hugsað á ensku, sem "lúrar okkur inn."

Er hugsanlegt að í móttöku topphótela í Frakklandi eða Þýskalandi væri bara hægt að nota ensku?

En þessi er orðin raunin hér á landi. Samt er móttakan í hverju fyrirtæki og stofnun andlit þess. Eftirminninnilegt þegar síðuhafi var vinsamlega skipað að tala ensku við manninn í móttökunni í einu af fínasta hótelinu í miðborg Reykjavíkur.

Alveg nýtt dæmi úr fréttum er dæmigert um aðra leið, sem enskan fer inn í mál okkar. Það lýsir sér í því ástandi, að það er orðið erfitt, jafnvel fyrir fjölmiðlafólk að hugsa á móðurmáli sínu. 

Fréttamaðurinn var að segja frá golfkeppni og sagði að á ákveðinni holu undir lokin hefði orðið til "snúningspunktur" í keppninni. 

Vesalings fréttamaðurinn neyðist til að þýða hrátt úr enskunni "turning point".    

Hann virðist ekki hafa hugmynd um að í íslensku hafa verið til og eru ennþá til mörg orð um þetta fyrirbæri, svo sem þáttaskil, kaflaskil, vatnaskil, umskipti, tímamót, kúvending, vendipunktur... o. s. frv.  

Kannski hefur hann haldið að það þyrfti íslenskt nýyrði til þess að komast hjá því að nota orðið "turning point". 

Í undanhaldinu undan enskunni er kannski það fyrirbæri varasamast sem lýsir sér í því að við erum í vaxandi mæli þess ekki megnuð að hugsa á íslensku, heldur að bjarga okkur í horn með því að grípa beint eða óbeint til enskunnar. 

Í íþróttum er það þekkt bragð að leiða andstæðinga í gildru, "lokka þá inn" eða "pretta" en nú orðið er það alsiða að segja að verið sé "að lúra þá inn" og að þeir séu "lúraðir inn."

Þarna er á ferðinni aulaleg þýðing á ensku sögninni "to lure" en íslensku orðin að lúra eða nafnorðið lúr þýða allt annað. 


mbl.is Íslenskan er á undanhaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband