Skrifin um landráð í bólusetningum horfin en önnur tekin við.

Þegar bólusetningar hófust hér í fyrrahaust og tekin sú stefna að nýta samflot með Norðurlöndum og ESB ráku margir upp ramakvein og hömuðust gegn þessu á samfélagsmiðlum af fádæma hörku. 

Notuð voru orð eins og undirlægjuháttur og landráð og nefnd fjölmörg lönd utan Evrópu, sem frekar ætti að leita til og tryggja þannig forystu okkar í fjölda bólusetninga. 

Nú eru komnir nokkrir mánuðir síðan þessar raddir þögnuðu. 

En þá bregður svo við að aðrar og jafnvel enn illyrtari ásakanir fara nú sem eldur í sinu um samfélagsmiðla og fjölmiðla þess efnis að með bólusetningum sé í gangi harðsvírað samsæri á heimsvísu um að drepa sem flesta!

Þessu til sönnunar eru birtar daglega hrikalegar og hrollvekjandi tölur um fólk, sem bólusetningarnar drepi með afleiddum sjúkdómum, svo sem blóðtöppum og hjartaáföllum. 

A bak við þessi skrif virðist liggja mikil vinna, því að til þess að birta þessar tölur þarf að fylgjast dag frá degi með þeim sem fá þessa svonefndu afleiddu sjúkdóma og skoða jafnframt hvort þeir séu nýlega bólusettir. 

Síðan virðast þessir andstæðingar bólusetninganna gefa sér það, að allir sem deyja eftir að þeir hafi verið bólusettir, hafi dáið af völdum bólusetninganna, en hinir hins vegar dáið eðlilegum dauðdaga. 

Raunar er ekki erfitt að stunda svona vinnubrögð, því að enda þótt engar væru bólusetningarnar deyja þúsundir manna að jafnaði úr sjúkdómum á borð við blóðtappa og hjartaáfalla og hefur það ætíð verið svo.  


mbl.is Ísland í fremstu röð í bólusetningum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Antonsson

Nöldur og neikvæðni getur verið nauðsynlegt til að falla ekki í gryfjur. Langur tími getur liðið þar til allur sannleikurinn kemur í ljós. Margbólusettar þjóðir Afríku virðast t.d. standa betur af sér faraldurinn.

Ástæða er við uppgjör ríkisstjórnar og afléttingar að hrósa baráttuglöðum heilbrigðisráðherra. Hún gæti þess vegna heitið Sigurást, gömlu og góðu kvenheiti.

Heilladrjúgir starfsmenn hennar fá of lítið hrós fyrir einstæða framgöngu með óþreytandi sóttvarnarlækni í farabroddi. Bjarni fær að venju ekkert prik í uppgjöri? Hæfilegt hrós er bráðnauðsynlegt þegar vel tekst til. Að baki samstillt þjóð í einangruðu, landi langt norður í íshafi.

Næst besti árangur í baráttu við vágest, pest eða veiru sem kæmi hvort eð er fyrr eða seinna? Annar besti árangur á eftir Grænlandi, eyju sem er enn norðar og á stærð við alla Vestur-Evrópu. Nöldur er skárra en neyð. Samflot betra en einangrun. Því má bæta við á síðu flugmanns að Play þotan hóf sitt fyrsta flug frá Reykjavík í kvöld.

Sigurður Antonsson, 25.6.2021 kl. 22:23

2 Smámynd: Þórdís Björk Sigurþórsdóttir

Sæll Ómar. Mér finnst það jákvætt að einhverjir skuli benda á mikilvægar staðreyndir sem birtast t.d. ekki í fjölmiðlum hér heima, eins og t.d. þá - að FDA er að setja viðvörun á Moderna og Pfizer vegna hættu á hjartabólgum í ungum karlmönnum sem eru tölfræðilega séð ekki í hættu á covid (nema með undirliggjandi sjúkdóma): Það myndi stofnunin aldrei gera nema að að einhver hætta að ráði væri til staðar (eins og t.d. sígarettur).  Eins eru það algjörlega ný vísindi í ónæmisfræðum að bólusetja fólk gegn sjúkdómi sem það hefur nýlega sigrast á og það með lyfi sem er á neyðarleyfi. Fólk þarf að benda á þessa staðreynd. 

Held að flestir viti að fólk deyi daglega en þegar menn eru í Laugardalshöllinni einn daginn og deyja stuttu síðar, þá er mjög líklegt að efnið sé orsökin enda eru þeir sem veikir eru fyrir oft viðkvæmastir fyrir þessum lyfjum.

Frétt um FDA.

https://www.reuters.com/business/healthcare-pharmaceuticals/us-panel-review-heart-inflammation-cases-after-pfizer-moderna-vaccines-2021-06-23/?fbclid=IwAR0uf1jSRpARVZ-X9i9dtJ4gcj8iiqIkN55NKG-MwbX47A2xJf2K58xE4G4

Þórdís Björk Sigurþórsdóttir, 26.6.2021 kl. 08:43

3 identicon

Sæll Ómar, 

Hvenær byrjar svo næsta lofgjörð- og tilbeiðsla fyrir meiri, meiri og meiri svona eiturbyrlunum (bóluefnum) frá ykkur (án upplýsinga um alvarlegar aukaverkanir eftir bólusetningar og svo framvegis)??? 
KV.
May be an image of text that says 'DELTA VARIANT DEATHS 117 total deaths 44 unvaccinated 23 single dose 50 fully vaccinated SOURCE: PUBLIC HEAL ΤΗ'

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2021 kl. 15:42

4 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 26.6.2021 kl. 16:13

5 identicon

Sæll Ómar.

Heilbrigðisráðherra á ekki einasta hrós
skilið fyrir frammistöðu sína í þessum faraldri
heldur og ekki síður og síðast en ekki síst
fyrir að standa í lappirnar hvað varðar skimanir.
Til þess þurfti kjark, - og yfirgnóttin minnir helst
á Þorbjörgu í Vatnsfirði, konu Vermundar er réð fyrir Vestfjörðum
norðanverðum en hún barg Gretti er menn höfðu handsamað hann
og áttu það rétt ógert að hengja hann er þá ágætu konu bar að í öllu sínu veldi og sópuðusst tré og runnar til hliðanna og lágu marflöt sem eftir ofviðri.

Hægt er sennilega í þessum punkti að fullyrða að Grettir var að þessu leyti heppnari en sá maður í USA sem var náðaður 4 dögum eftir að hann var hengdur(!)

Húsari. (IP-tala skráð) 26.6.2021 kl. 18:18

6 identicon

Ég er hrædd um að þú hafir ekki kynnt þér mjög vel um hvað þessi tilraunaefni snúast, ólíkt þér að láta karaktera eins og Klaus Schwab ráða leiðinni. Covid 19 er hvorutveggja fyrirbyggjandi sem og læknanlegt. Neyðarleyfi til þess að sprauta tilraunaefnum í fólk án nokkurar hugmyndar um afleiðingar þess er glæpsamlegt athæfi. 

gerdurpalma (IP-tala skráð) 28.6.2021 kl. 15:33

7 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Þetta er einkennilegur málflutningur. Í nágrannalöndum okkar, t.d. Noregi og Danmörku eru sum þessara efna alfarið bönnuð, önnur eru ekki gefin börnum og unglingum, og það er ekki af einhverri heimsku heldur vegna eðlilegrar varkárni. Ástæðan er einfaldlega sú að bólusetningunum fylgir áhætta. Vel getur verið að hinir ofsahræddu og illa gefnu telji það "samsæriskenningar" að bent sé á slíkar staðreyndir, og því miður er það slíkt fólk sem ræður hérlendis og dælir nú óþörfum bóluefnum í börn og unglinga, efnum sem eru mun líklegri til að valda þeim heilsutjóni en pestin sjálf.

Málflutningur þinn í þessum málum, Ómar Ragnarsson, einkennist af vanþekkingu og óheiðarleika.

Þorsteinn Siglaugsson, 28.6.2021 kl. 21:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband