Sumargleðin prófaði að vera með jólasvein (júlísvein) í fullum skrúða.

Þótt spurning sé nú sett fram um það hvort hægt sé að halda jólatónleika í júlí hefur hliðstæð tilraun verið gerð áður hér á landi, nánar tiltekið fyrir 40 árum. 

Það var þegar þeir Magnús Ólafsson og Þorgeir Ástvaldsson urðu liðsmenn skemmtanahópsins Sumargleðinnar sem þá fór skipulega um landið frá júní og langt fram á haust í lokin. 

Hlutverk Þorgeirs var aðallega á sérsviði hans, sem sneri að algerri uppstokkun á fjögurra til fimm klukkustunda samfelldu fjöri, tveggja klukkustunda skemmtidagskrá og dansleik á eftir þar sem innifalið yrði besta diskótek landsins. 

Allir Sumargleðimennirnir sungu frá upphafi til enda og Magnús var ekki aðeins öflugur söngvari, heldur góður gamanleikari. 

Nú þurfti að skapa hentuga gamanþætti þar sem hæfileikar hans nytu sín, og vorið 1980 var tíminn naumur. 

Síðuhafi fékk þá hugdettu, meðal annars, að Magnús færi í jólasveinabúning og færi um salinn gefandi sælgæti úr poka og kætti samkomugesti. 

Ragnar Bjarnason studdi þessa tillögu, en við tók mesta basl við að útfæra þetta atriði, þar sem jólasveinsafbrigðið júlísveinn yrði kynnt fyrir landsmönnum. 

Svo fór, að þrátt fyrir að atriðið gerði fyrir tilviljun stormandi lukku á einni skemmtun voru undirtektir annarsstaðar svo misjafnar, að júlísveinninn lifði sumarið ekki af. 

Það væri alveg efni í ítarlegri frásögn ef út í slikt er farið. 


mbl.is Landsmenn tísta: „Má halda jólatónleika í júlí?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingólfur Sigurðsson

Ánægjulegt að fá svona svar. Ég man eftir barnaskemmtun í Súlnasal Hótel Sögu einhverntímann nálægt 1980, jólaskemmtun samt. Mjög vel skipulagt og vel sótt, mikið fjör. Við áttum Gáttaþefsplöturnar heima og voru alltaf spilaðar á jólum.

Í minningunni var þetta stærra í sniðum en þær barnaskemmtanir sem voru á vegum skólans, glæsilegra og stærra. 

Ingólfur Sigurðsson, 25.6.2021 kl. 13:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband