1.7.2021 | 12:00
Stóru eldstöðvarnar eru enn í startholum.
Eldgosið í Geldingadölum hefur átt alla athygli Íslendinga og alheimsins undanfarna mánuði, en á meðan hafa stærstu eldstöðvarnar íslensku tekið því rólega.
Sú virkasta, Grímsvötn, er samt að komast á tíma, en gjóskuframleiðsla hennar var líkast til þúsund sinnum meiri fyrsta sólarhringinn í gosinu 2011 en hún var í upphafi Geldingadalagossins.
Svipað má segja um Bárðarbungu, en hraunrennslið í afurð hennar, Holuhraunsgosinu 2014-2015 var 50 sinnumm meira en í Geldingadölum og hraunbreiðan varð 30 sinnum stærri en hraunið er nú við Geldingadali.
Nú minnir Bárðarbunga á sig og er til alls vís.
Ekki má gleyma Heklu, sem hefur verið komin á tíma undanfarin misseri og getur gosið með klukkustundar fyrirvara hvenær sem er.
Jarðskjálftahrina við Bárðarbungu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.