1.7.2021 | 15:50
"Hreppaflekinn" er Íslandía, hvorki Ameríka né Evrópa.
Alveg fram á þessa öld hefur það verið útbreiddur misskilningur að þegar ekið sé á milli Almannagjár á Þingvöllum austur að Hrafnagjá sé farið frá meginlandsfleka Ameríku yfir á meginlandsfleka Evrópu.
Af þessum sökum hóf Jim Rogers hnattferð sína á þúsaldarmótunum síðustu um áramót á litlum jepplingi með aftaníkerru með því að aka yfir Almannagjá í austurátt.
Í allri kynningu þeirrar ferðar var sagt að fyrsta myndskeiðið sýndi akstur frá Ameríku til Evrópu.
En fljótlega eftir þetta leiðréttu íslenskir jarðvísindamenn þennan "viðurkennda misskilning" og upplýstu almennilega, að á milli Þingvalla og Heklu er sérstakur fleki, sem nefndur væri Hreppafleki, og hann tilheyrði hvorki Ameríku né Evrópu.
Tilvist hans breytti því hins vegar ekki að flekar Ameríku og Evrópu lægju saman á Reykjanesskaga að suðvestanverðu og svipuð samskeyti væru síðan á austasta hluta misgengisins, sem lægi í norður frá Friðlandi að Fjallabaki, Grímsvötn, Bárðarbungu og Öskju út til hafs á norðurströndinni.
Nýjasta uppgötvun jarðvísindamanna varðandi þetta atriði hleypir heldur betur fjöri í það, hve gersamlega einstakt Ísland og náttúra þess er á alla lund.
Eftir sem áður verður samt hægt að aka í áusturátt frá Almannagjá og skilgreina það sem akstur út af austurbrún Ameríkuflekans, en hins vegar að það fylgi með, að ekið sé út á sérstakan Íslandíufleka í átt til Evrópuflekans við austurjaðar Heklu.
Telja sig hafa uppgötvað Íslandíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.