Stærsti skriðjökull landsins, Brúarjökull, hefur rýrnað fyrir augum manns.

Þegar rætt er um rýrnun íslenskra jökla síðustu 25 ár, eru Sólheimajökull og Breiðamerkurjölull oft nefndir sem dæmi, líkast til vegna þess að fleiri vitni eru að því en rýrnun annarra jökla. DSC09613

Vegna þess hve vitnin eru mörg verður sú fullyrðing sumra "kuldatrúarmanna" broslegri en ella að gögn um rýrnun jöklanna séu stórlega fölsuð og að myndir af þeim, sem sýna þá stóra, séu í raun teknar af þeim, eins og þeir eru nú, en myndir af þeim litlum hafi verið teknar fyrir 25 árum! 

Vegna verkefna síðuhafa á svæðinu norðan Vanajökuls í tæplega 30 ár, hefur stærð Brúarjökuls, stærsta skriðjökuls landsins, blasað við árlega í öll þessi ár og það blasað við, hvernig hann hefur styst og lækkað stórlega á þessum tíma.BISA úr na

Á myndinni hér fyrir ofan er horft til austurs, og sést, að eftir snjóþunga útmánuði er enn mikill snjór í Snæfelli, en hann hann á eftir að bráðna í sumarhitanum og er einungis örlítið brot af hinum gríðar ísmassa, sem er í skriðjöklum og fjalljöklum landsins.

Heitið Brúarjökull sést aðeins á einu vegaskilti Vegagerðarinnar, sem stendur áf mótum slóðanna í Grágæsadal og að Brúarjökli. 

Þar stendur: Grágæsadalur 12 og Brúarjökull 8.  Síðan þau skilti voru sett upp hefur vegalengdin að Brúarjökli minnka jafnt og þétt frá því að sýna að Brúarjökull sé um 5 kílómetra innan við Sauðárflugvöll upp í það að vera um 14 kílómetra fyrir innan flugvöllinn eins og hann er nú.  

Óg þegar staðið er á vellinum sjálfum, hefur jökullinn lækkað svo mikið, að í stað þess að hafa fyrrum verið gnæfandi yfir svonefnda hólaröðina Sauðárhrauka þar sem jökulsporðurinn var í byrjun síðustu aldar, fer þessi griðarlega jökulbreiða nú sífellt lækkandi í fjarskanum.  

Á loftmyndinni af flugvellinum, sést aðeins auð jörð efst í horninu vil vinstri, þar sem hann var áður áberandi. 

Sjónarmiðið frá Sauðárflugvelli blasti enn eitt árið við síðuhafa í gær og fyrradag í árlegri ferð á völlinn til þess að valta hann og gera á honum úttekt í samræmi við þær alþjóðlegu kröfur, sem gilda um svona velli.  


mbl.is Afkoma jöklanna að mestu nei­kvæð síðan 1995
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband